Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. nóvember 2021 14:38
Elvar Geir Magnússon
Chilwell þarf ekki aðgerð og verður frá í sex vikur
Mynd: EPA
Óttast var að Ben Chilwell, bakvörður Chelsea, yrði frá út tímabilið eftir að hafa meiðst á hné í 4-0 sigrinum gegn Juventus í Meistaradeildinni.

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, sagði hinsvegar á fréttamannafundi í dag að útlit væri fyrir að Chilwell þurfi ekki að fara í aðgerð.

Hann ætti því að vera mættur aftur til leiks eftir um sex vikur.

Chilwell hefur átt frábært tímabil fyrir Chelsea.

Chelsea er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum á undan Manchester City. Liðið mætir Manchester United á sunnudag.

Tuchel sagði á fundinum í dag að N’Golo Kante yrði að öllum líkindum ekki með í þeim leik en hann meiddist á hné í sigrinum gegn Leicester um síðustu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner