Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 26. nóvember 2021 18:30
Victor Pálsson
Rangnick hafnaði Chelsea - Vildi ekki koma tímabundið
Mynd: Getty Images
Ralph Rangnick verður að öllum líkindum nýr stjóri Manchester United sem ákvað að reka Ole Gunnar Solskjær eftir slakt gengi nýlega.

Rangnick býr yfir mikilli reynslu en hann var áður á óskalista Chelsea sem reyndi að fá hann í sínar raðir fyrr á þessu ári.

Þjóðverjinn hafnaði Chelsea fyrr á þessu ári er enska félagið reyndi að finna tímabundinn arftaka Frank Lampard sem var rekinn.

Það kom ekki til greina fyrir Rangnick að gerast bráðabirgðastjóri en hann virðist vera tilbúinn að gera það í Manchester en ekki í London.

„Ég sagði: 'Ég væri til í að koma og vinna fyrir ykkur en ég get ekki gert það í fjóra mánuði, ég er ekki bráðabirgðastjóri,' sagði Rangnick í samtali við The Times fyrr á þessu ári.

Chelsea ákvað að lokum að ráða til sín Thomas Tuchel sem gekk mjög vel en hann vann Meistaradeildina með félaginu sem kom verulega á óvart.

Tuchel vann sér inn langtíma ráðningu á Stamford Bridge og er nú samningsbundinn félaginu til ársins 2024.
Athugasemdir
banner
banner
banner