
Stuðningsmaður Wales, sem fór til Katar með syni sínum og vinum, lést í gær en hann hét Kevin Davies og var 62 ára gamall.
Ekki er vitað nákvæmlega hvernig hann lést en talið er að ekkert saknæmt hafi átt sér stað.
Stuðningsmannahópur Wales á Twitter skrifaði eftirfarandi:
„Því miður höfum við misst einn af rauða múrnum í Katar í gær, syni hans hér í Doha og fjölskyldu hans í Wales sendum við innilegar samúðarkveðjur. Megi hann hvíla í friði."
Að sögn sjónarvotta var sjúkrabíll kallaður á staðinn og sjúkraflutningamenn reyndu að bjarga Davies en tókst ekki.
Unfortunately we have lost one of the Red wall yesterday in Qatar, our sincere condolences go out to his son here in Doha and his family back in Wales..May he rest in peace. pic.twitter.com/KCPRdj8kBj
— Fan Embassy Wales (@WeAreFSACymru) November 26, 2022