Pochettino að missa starfið? - Man Utd tilbúið að losa sig við Antony og fleiri - Mörg lið berjast um Palhinha - De Bruyne vill MLS frekar en...
banner
   sun 26. nóvember 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Oasis-bróðir fór í taugarnar á stuðningsmönnum Liverpool
Liam Gallagher er hér á góðri stundu með Diego Armando Maradona
Liam Gallagher er hér á góðri stundu með Diego Armando Maradona
Mynd: Twitter
Liam Gallagher, fyrrum meðlimur bresku hljómsveitarinnar Oasis, var í ham á X yfir leik Manchester City og Liverpool í gær.

Liam er einn harðasti stuðningsmaður Manchester City og var greinilega kominn í erfiðan gír.

Reglulega lætur hann út úr sér misgáfaða hluti á samfélagsmiðlum en honum tókst að pirra fjölmarga stuðningsmenn Liverpool á meðan leik stóð.

Talaði hann sérstaklega um samskipti Darwin Nunez og Pep Guardiola eftir leik, þar sem þeir tveir rifust.

„Pep, skallaðu þennan barnaníðing með hársnúðinn,“ skrifaði Liam meðal annars og bætti hann einnig við að Man City hefði átt vinna leikinn 10-1.

Þá virtist hann vera í þeim gírnum að semja nýtt lag og gerði söngva um Klopp og Liverpool.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner