Fótbolti.net greindi frá því í gær að Víkingur ætlaði sér að fá Daníel Hafsteinsson í sínar raðir en miðjumaðurinn er samningslaus eftir að hafa rift samningi sínum við KA fyrr í þessum mánuði.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, staðfesti áhuga félagsins á Daníel í viðtali í dag og sagði einnig frá því að félagið væri að reyna fá Svein Margeir Hauksson (2001) sem er líkt og Daníel (1999) með lausan samning eftir að hafa rift við KA.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, staðfesti áhuga félagsins á Daníel í viðtali í dag og sagði einnig frá því að félagið væri að reyna fá Svein Margeir Hauksson (2001) sem er líkt og Daníel (1999) með lausan samning eftir að hafa rift við KA.
„Það er klárlega alvöru áhugi, á bæði Daníel og Sveini Margeiri. Þetta eru tveir toppleikmenn, tveir toppstrákar. Þegar svona gaurar eru fáanlegir þá verðum við að reyna selja þeim að koma hingað. Það sama gerðum við með stráka sem hafa leitað annað, eins og t.d. Valgeir Valgeirsson," segir Arnar.
„Við höldum okkar kynningu fyrir þessa leikmenn og svo er það undir þeim komið hvort þeir velji okkur eða ekki."
Sveinn Margeir verður einungis í um sex vikur á Íslandi næsta sumar þar sem hann er í háskólanámi í Bandaríkjunum. Truflar það ekkert Víkinga?
„Nei, alls ekki. Sveinn Margeir er búinn að vera lengi á okkar radar. Við höfum fullan skilning á hans stöðu. Hann er á besta aldri, getur spilað í tíu ár eftir að hann kemur heim" segir Arnar.
Athugasemdir