Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 27. janúar 2017 20:47
Magnús Már Einarsson
Fótbolta.net mótið: FH í úrslit eftir sigur á Breiðabliki
Kristján Flóki skoraði tvö mörk í kvöld.
Kristján Flóki skoraði tvö mörk í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 2 - 4 FH
0-1 Atli Guðnason ('8)
0-2 Kristján Flóki Finnbogason ('21)
1-2 Gísli Eyjólfsson ('21)
1-3 Kristján Flóki Finnbogason ('78, víti)
2-3 Sólon Breki Leifsson ('79)
2-4 Halldór Orri Björnsson ('87)

FH tryggði sér sæti í úrslitum Fótbolta.net mótsins með 4-2 sigri á Breiðabliki í Fífunni í kvöld. FH sigraði alla þrjá leiki sína í riðlinum og fer í úrslitaleik mótsins.

FH hefur aldrei unnið Fótbolta.net mótið áður en Íslandsmeistararnir fá nú tækifæri til þess í fyrsta skipti.

Ekki er ljóst hverjir andstæðingar FH verða í úrslitunum en keppni í riðli eitt lýkur ekki fyrr en á þriðjudag. Þá skýrist einnig hvenær úrsiltaleikurinn fer fram.

Á morgun mætast Keflavík og ÍBV í lokaleiknum í riðli tvö. Í kjölfarið skýrist hvaða sæti Breiðablik endar í riðlinum og um hvaða sæti liðið spilar á mótinu.

Staðan í riðlinum:
1. FH 9 stig eftir 3 leiki
2. Breiðablik 3 stig eftir 3 leiki
3. ÍBV 3 stig eftir 2 leiki
4. Keflavík 0 stig eftir 2 leiki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner