Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 27. janúar 2022 12:10
Elvar Geir Magnússon
Barcelona í viðræðum um Traore
Barcelona er í viðræðum við Wolves um möguleg kaup á Adama Traore.

Samkvæmt The Athletic hafa Börsungar gert lánstilboð með ákvæði um 29 milljóna punda kaupverð til að fá leikmanninn alfarið.

Traore hefur verið orðaður við Tottenham en samkvæmt fréttum vill hann frekar fara til Barcelona.

Hann er víst ekki sannfærður um hugmyndir Antonio Conte um að nota sig meðal annars sem vængbakvörð.

Traore er 26 ára kantmaður sem byrjaði feril sinn hjá Barcelona. Hann hefur leikið átta landsleiki fyrir Spánverja.


Athugasemdir
banner