Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 27. janúar 2022 13:00
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Ganverja rekinn eftir niðurlæginguna
Milovan Rajevac.
Milovan Rajevac.
Mynd: EPA
Fótboltasamband Gana hefur rekið Milovan Rajevac, átta dögum eftir að landsliðinu mistókst að komast upp úr riðlakeppni Afríkukeppninnar.

Rajevac er 68 ára Serbi en hans síðasti leikur með stjórnartaumana hjá Ganverjum var niðurlægjandi 3-2 tap gegn Kómoreyjum. Þau úrslit gerðu það að verkum að Gana mistókst að komast upp úr riðli sínum.

Gana þarf að hafa hraðar hendur í þjálfararáðningu því liðið á mikilvægt einvígi framundan í Vestur-Afríkuslag gegn Nígeríu í mars en liðin keppast um að komast á HM.

Ganverjar ullu miklum vonbrigðum í Afríkukeppninni og fékk aðeins eitt stig í C-riðli.

Rajevac, sem er fyrrum landsliðsþjálfari Tælands og Katar, tók við Gana í annað sinn í september 2021 og fór vel af stað með sigri gegn Suður-Afríku í undankeppni HM.
Athugasemdir
banner
banner
banner