fös 27. janúar 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lyon mistókst að stela Gomes af Úlfunum
Mynd: Getty Images

Wolves er loksins að ganga frá kaupum á brasilíska miðjumanninum Joao Gomes. Kaupverðið er aðeins hærra en það átti að vera upphaflega eftir að Lyon reyndi að stela leikmanninum á síðustu stundu.


Gomes var á leið til Úlfanna þegar Lyon lagði fram talsvert betra tilboð og ákvað brasilíska félagið Flamengo að selja ungstirnið sitt frekar til Frakklands fyrir hærri upphæð.

Úlfarnir samþykktu að breyta kauptilboði sínu þegar þeir fengu veður af þessu og vilji leikmannsins spilaði stórt hlutverk. Gomes vildi ólmur ganga í raðir Úlfanna og kaus að skipta frekar yfir í enska boltann heldur en að fara til Frakklands.

Wolves er því talið borga um 20 milljónir evra í heildina og fær Flamengo 10% af næstu sölu leikmannsins.

Samkvæmt Fabrizio Romano er Gomes búinn að skrifa undir langtímasamning við Wolves sem gildir út tímabilið 2028.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner