Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. janúar 2023 15:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svava er ekki á leið til West Ham
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir virðist ekki vera á leið í enska boltann eins og sögur hafa verið um.

Svava var komin langt í viðræðum við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham en ekkert varð úr því að samkomulag næðist. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net sá Svava ekki fram á að geta sætt sig við þann samning sem West Ham bauð henni.

Á meðan viðræðurnar við West Ham voru í gangi kom upp áhugi annars félags sem Svava hafði áhuga á að semja við. Það sé félag í Bandaríkjunum.

Uppfært: 15:57: Fréttakonan Amanda Zaza, hjá Fotballskanalen í Svíþjóð, sagði í Twitter færslu að Svava hefði fallið á læknisskoðun en eyddi í kjölfarið þeirri færslu. Málið tengist læknisskoðuninni ekki.

Svava kvaddi norska félagið Brann fyrr í þessum mánuði og þá komu strax fréttir um það að hún væri á leið til West Ham. Þar er liðsfélagi hennar í landsliðinu, Dagný Brynjarsdóttir, fyrirliði.

Svava varð norskur meistari með Brann í fyrra. Hún hjálpaði einnig liðinu að verða bikarmeistari þar sem hún lagði upp tvö mörk í úrslitaleiknum gegn Stabæk.
Svava kom djúpt úr frystinum og stóð uppi sem tvöfaldur meistari
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner