Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 27. janúar 2023 20:16
Ívan Guðjón Baldursson
Trippier verður áfram hjá Newcastle (Staðfest)
Mynd: EPA

Enski bakvörðurinn Kieran Trippier er búinn að framlengja samning sinn við Newcastle United um eitt ár og verður áfram hjá félaginu til júní 2025.


Trippier, sem verður 33 ára næsta september, hefur verið algjör lykilmaður í uppgangi Newcastle sem hefur verið að spila gífurlega vel undir stjórn Eddie Howe.

Newcastle er óvænt í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur með 39 stig eftir 20 umferðir.

Trippier gekk í raðir Newcastle fyrir einu ári síðan fyrir rúmar 12 milljónir punda og hefur skorað þrjú mörk og gefið sex stoðsendingar í 33 leikjum, auk þess að standa sig frábærlega í varnarvinnunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner