Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 27. janúar 2023 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Zlatan: Enginn leikmaður Argentínu mun vinna aftur
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Sænska goðsögnin Zlatan Ibrahimovic tjáði sig á dögunum um heimsmeistaratitil Argentínumanna.


Zlatan segist vera ánægður að sjá Lionel Messi, fyrrum liðsfélaga sinn hjá Barcelona, hampa titlinum en býst ekki við að neinum öðrum leikmanni argentínska landsliðsins takist að vinna HM aftur á sínum ferli. Hann byggir þessa skoðun sína á hegðun leikmanna Argentínu á leið sinni að gullinu sem hefur verið harðlega gagnrýnd.

„Messi er talinn vera besti leikmaður sögunnar og ég var viss um að hann myndi vinna þetta mót. Það sem mun gerast í framtíðinni er að Mbappe mun vinna annað heimsmeistaramót. Ég hef engar áhyggjur af honum," sagði Zlatan í viðtali við France Inter sem ræddi við hann vegna útgáfu bíómyndar um Ástrík og Steinrík þar sem Zlatan leikur stórt hlutverk.

„Ég hef meiri áhyggjur af restinni af argentínska landsliðinu, því þeir munu aldrei vinna aftur. Messi hefur unnið allt og það verður munað eftir honum, en þegar það kemur að restinni af landsliðsmönnunum sem höguðu sér illa þá er ekki hægt að bera virðingu fyrir því.

„Þessi orð koma frá mér, topp atvinnumanni. Þegar þú hagar þér svona þá er það merki um að þú munt bara vinna einu sinni. Þú munt ekki vinna aftur. Þú getur ekki unnið og hagað þér svona."

Leikmenn argentínska landsliðsins voru gagnrýndir fyrir hegðun sína eftir leiki við Holland í útsláttarkeppninni og Frakkland í úrslitaleiknum. Eftir úrslitaleikinn var Emiliano Martinez sérstaklega gagnrýndur fyrir sína hegðun en einnig aðrir leikmenn sem gerðu grín að Kylian Mbappe eftir sigurinn. Mbappe skoraði þrennu fyrir Frakka í 3-3 jafntefli sem tapaðist í vítaspyrnukeppni.


Athugasemdir
banner
banner
banner