Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 27. febrúar 2020 11:55
Elvar Geir Magnússon
Boltabullur yfirtóku æfingu Alan Pardew
Boltabullurnar fara yfir málin.
Boltabullurnar fara yfir málin.
Mynd: Twitter
Vandamál Alan Pardew með ADO Den Haag tóku óvænta stefnu í þessari viku þegar óánægðir stuðningsmenn yfirtóku æfingu liðsins til að reyna að bæta leikaðferð hans.

Reiðir stuðningsmenn fóru inn á æfingasvæðið með töflu og héldu taktískan fund fyrir liðið þar sem farið var yfir mistök liðsins í síðustu leikjum.

Eftir að hafa unnið fyrsta leikinn með Pardew við stjórnvölinn hafa komið tveir tapleikir og tveir jafnteflisleikir. Liðið er í erfiðri stöðu í fallsæti hollensku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum frá umspilssæti en sex stigum frá öruggu sæti.

Stuðningsmenn hafa fengið sig fullsadda og ákváðu að taka málin í eigin hendur. Á meðfylgjandi mynd má sjá stuðningsmenn fara yfir málin með Pardew og leikmönnum.

Hollenskir fjölmiðlar segja að yfirtakan hafi ekki skapað nein vandræði, leikmenn og þjálfarar voru tilbúnir að hlusta á ráðleggingar stuðningsmanna áður en æfingin fór fram eins og ekkert hefði í skorist.

Pardew hefur verið knattspyrnustjóri margra enskra félaga, síðast hjá West Bromwich Albion.
Athugasemdir
banner
banner
banner