Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. febrúar 2020 09:08
Magnús Már Einarsson
Tottenham og Man Utd berjast um Forsberg - Werner vill Liverpool
Powerade
Hvert fer Emil Forsberg í sumar?
Hvert fer Emil Forsberg í sumar?
Mynd: Getty Images
Real Madrid vonast eftir Salah.
Real Madrid vonast eftir Salah.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru með fullt af áhugaverðum sögum í dag!


Jose Mourinho, stjóri Tottenham, vonast til að hafa betur gegn Manchester United í baráttunni um Emil Forsberg (28) miðjumann RB Leipzig. (Express)

Inter hefur rætt við Tottenham um að fá varnarmanninn Jan Vertonghen (32) í sínar raðir. (Standard)

Real Madrid telur að félagið geti keypt Mohamed Salah (27) frá Liverpool á 126 milljónir punda um leið og Gareth Bale (30) verður seldur. (Express)

Manchester United er tilbúið að selja Jesse Lingard (27) og Andreas Pereira (24) til að fjármagna kaup á Jack Grealish (24) miðjumanni Aston Villa. (Express)

Arsenal er að reyna að semja við Pierre-Emerick Aubameyang (30). Aubameyang er með 200 þúsund pund í laun á viku en samningur hans rennur út sumarið 2021. (Times)

Bayern Munchen hefur rætt við umboðsmenn Roberto Firmino (28) framherja Liverpool. (Echo)

Manchester United og Barcelona hafa reynt að fá Timo Werner (23) framherja RB Leipzig en hann vill sjálfur fara til Liverpool. (Mirror)

Antonio Conte, þjálfari Inter, vill fá vinstri bakvörð frá sínu fyrrum félagi Chelsea. Annað hvort Marcos Alonso (29) eða Emerson Palmieri (25). (Mail)

Manchester United gæti selt David De Gea (29) til að fá pening í kassann og láti Dean Henderson (22) í markið en hann hefur staðið sig vel með Sheffield United í vetur. (Mirror)

Arsenal, Newcastle og Southampton eru að skoða austurríska miðjumanninn Florian Grillitsch (24) hjá Hoffenheim. (Sport Bild)

Sergio Busquets (31) miðjumaður Barcelona hefur gagnrýnt kaupstefnu félagsins en leikmannahópurinn er ansi þunnskipaður þessa dagana. (ESPN)

Real Madrid er að undirbúa 58,8 milljóna punda tilboð í Fabian Ruiz (23) miðjumann Napoli. (Calciomercato)

Everton vill fá Gabriel Magalhaes (22) miðvörð Lille. (Mirror)

Jamaal Lascelles (26) varnarmaður Newcastle segist til í að leika með liðinu út ferilinn. (Chronicle)

Aston Villa og Celtic vilja fá varnarmanninn Jack Tucker frá Gillingham. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner