Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 27. febrúar 2021 15:22
Victor Pálsson
Lára Kristín spilaði sinn fyrsta leik - Le Havre steinlá í Frakklandi
Lára í leik með KR.
Lára í leik með KR.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Lára Kristín Pedersen lék í dag sinn fyrsta leik fyrir kvennalið Napoli sem mætti Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni.

Lára gekk í raðir Napoli í byrjun mánaðarins og samdi við lið sem er í miklu basli í deildinni og er með fjögur stig eftir fyrstu 14 umferðirnar.

Það var annað tap á boðstólnum í dag en Napoli lá 1-0 heima gegn liði sem er í þriðja sæti deildarinnar.

Lára var í byrjunarliðinu og var skipt af velli eftir um klukkutíma leik, Lára lék á miðjunni í leiknum. Guðný Árnadóttir lék allan leikinn í miðverðinum fyrir Napoli.

Í Frakklandi spiluðu tvær íslenskar stelpur fyrir lið Le Havre sem steinlá gegn Bordeaux í efstu deild þar í landi.

Andrea Rán Hauksdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir spiluðu allan leikinn í 6-0 tapi Le Havre en Berglind Björg Þorvaldsdóttir var fjarverandi. Svava Rós Guðmundsdóttir lék ekki með Bordeaux í leiknum.

Le Havre er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins fimm stig. Bordeaux er í því þriðja með 29 en þó 13 stigum frá bæði Lyon og PSG sem eru í efstu tveimur sætunum.

Við fengum þá eitt íslenskt mark í æfingaleik Hammarby og Kristianstads en Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fyrir það síðarnefnda í 3-2 tapi.
Athugasemdir
banner
banner
banner