lau 27. febrúar 2021 10:00
Aksentije Milisic
Mourinho viðurkennir mistök - Ummælin um Dier röng
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham Hotspur, sagði á blaðamannafundi í gær að það hafi verið rangt hjá honum að segja að spilamennska Eric Dier hafi farið versnandi vegna skorts á sjálfstrausti hjá leikmanninum.

Mourinho hefur lengi verið mikill aðdáandi Dier og reyndi hann að kaupa leikmanninn til Manchester United á sínum tíma. Dier hefur ekki verið að spila vel upp á síðkastið og fyrir stuttu sagði Mourinho að útskýringin væri skortur á sjálfstrausti.

Dier var ekki sammála þeim ummælum og nú hefur Mourinho dregið í land með þessi ummæli og sagt þau hafa verið mistök.

„Ég hafði rangt fyrir mér, þetta hafði ekkert með lítið sjálfstraust að gera. Ég er hrifinn af leikmönnum sem hafa mikið sjálfstraust. Leikmaður sem klúðrar tveimur vítum í röð en hefur sjálfstraustið að taka þriðju, ég fýla það," sagði Portúgalinn.

„Ég er mjög sáttur með að það sé ekki skortur á sjálstrausti hjá Dier eða eitthvað því tengt. Það er bara jákvætt."

Tottenham mætir Burnley á heimavelli sínum klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner