Lionel Messi, Jordi Alba, Sergio Busquets og Luis Suarez voru allir í byrjunarliði Inter Miami sem rétt náði jafntefli gegn LA Galaxy í annarri umferð MLS deildarinnar.
Heimamenn í Los Angeles voru talsvert sterkari aðilinn, en frábær frammistaða frá Drake Callender í markinu hélt gestunum frá Miami í leiknum.
Staðan var 1-0 fyrir heimamenn allt þar til undir lokin, þegar Messi skoraði glæsilegt jöfnunarmark eftir laglegt samspil við Alba.
Þessir tveir leikmenn hafa náð ótrúlega vel saman í gegnum tíðina og lögðu reglulega upp mörk fyrir hvorn annan á dvöl sinni saman hjá Barcelona.
LA Galaxy 1 -[1] Inter Miami - Lionel Messi 90+3'
byu/Palifaith insoccer
Athugasemdir