Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 27. febrúar 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vill frekar fá Mainoo inn en „kartöflupokann" Phillips
Kobbie Mainoo.
Kobbie Mainoo.
Mynd: Getty Images
Jamie O'Hara, fyrrum miðjumaður Tottenham, vill að vonarstjarna Manchester United, Kobbie Mainoo, verði í næsta landsliðshópi Englendinga.

Mainoo hefur komið afar sterkur inn í lið Man Utd að undanförnu og verið einn bjartasti punkturinn í því liði.

Mainoo er aðeins 18 ára gamall en O'Hara telur að hann geti hjálpað enska landsliðinu á Evrópumótinu í sumar. Hann sé allavega mun betri kostur en Kalvin Phillips sem er núna á láni hjá West Ham frá Manchester City.

„Kobbie Mainoo þarf að fá landsleik," segir O'Hara. „Ég myndi taka hann inn í næsta hóp. Evrópumótið er framundan og Kalvin Phillips lítur út eins og kartöflupoki. Þú getur ekki verið að spila honum."

„Phillips er ekki í góðu standi og það er ekki heldur hægt að spila Jordan Henderson. Það eru vandamál á miðsvæðinu sem þarf að leysa. Ég myndi klárlega gefa Mainoo tækifæri."
Athugasemdir
banner
banner