Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. mars 2020 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daníel: Kominn í risaklúbb
En svona er þetta stundum það sjá ekki allir það sama í þessu og það sem mér þykir fallegt þarf ekki öðrum að þykja fallegt
En svona er þetta stundum það sjá ekki allir það sama í þessu og það sem mér þykir fallegt þarf ekki öðrum að þykja fallegt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég þekki vel nokkra leikmenn í liðinu og þeir höfðu ekkert nema jákvætt að segja um liðið og klúbbinn
Ég þekki vel nokkra leikmenn í liðinu og þeir höfðu ekkert nema jákvætt að segja um liðið og klúbbinn
Mynd: FH
En það var alls ekkert stress á því hjá mér því ég var ánægður hjá KA
En það var alls ekkert stress á því hjá mér því ég var ánægður hjá KA
Mynd: Hulda Margrét
Ég held að það viti það flestir að ég er mikill KA maður þó svo í sumar haldi ég með FH
Ég held að það viti það flestir að ég er mikill KA maður þó svo í sumar haldi ég með FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel á sinni fyrstu leiktíð með KA.
Daníel á sinni fyrstu leiktíð með KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Hafsteinsson gekk í raðir FH að láni frá sænska félaginu Helsingborg fyrir rúmum tveimur vikum.

Daníel er uppalinn hjá KA en hélt í atvinnumennsku síðasta sumar og lék seinni hluta tímabilsins með Helsingborg.

Fréttaritari setti sig í samband við Daníel og spurði hann bæði út í skiptin til Helsingborg sem og af hverju hann er genginn í raðir FH. Við byrjum á spurningum sem varða FH og tímann til þessa hjá Helsingborg.

Lítill spiltími síðasta sumar
Daníel fór til Helsingborgar síðasta sumar frá KA. Hann fékk ekki mikið að spila seinni hlutann á tímabilinu hjá sænska félaginu. Daníel byrjaði einu sinni inn á og kom fimm sinnum inn á sem varamaður. Hvernig lítur Daníel til baka á þennan takmarkaða spiltíma?

„Í rauninni var ég nokkuð sáttur með fimm innkomur og einn byrjunarliðsleik í 15 leikjum eins skringilega og það hljómar. En að koma út í algjörlega nýtt umhverfi var virkilega erfitt og ég hef alltaf verið hreinskilinn og ég sagði við alla sem spurðu mig að þetta væri bara sanngjarnt," sagði Daníel við Fótbolta.net.

„Á þessum nokkrum mánuðum hef ég sennilega aldrei bætt mig jafn hratt þannig að það var mjög jákvætt,"

Furðulegt undirbúningstímabil
Daníel fékk sénsinn í einum bikarleik með Helsingborg núna á undirbúningstímabilinu. Hvernig hefur það gengið fyrir sig?

„Þetta undirbúnings tímabil fannst mér mjög skrítið og er í raun ennþá að átta mig á hlutunum. Mér persónulega fannst ég eiga skilið miklu fleiri sénsa en mér voru gefnir og fannst í raun pínu skrítið að mér hafi ekki verið gefinn meiri séns á að sýna mig almennilega."

„En svona er þetta stundum það sjá ekki allir það sama í þessu og það sem mér þykir fallegt þarf ekki öðrum að þykja fallegt."


Bað um að fá að fara á lán
Var fljótlega vitað eftir áramót að félagið vildi lána Daníel eða er þetta af hans frumkvæði?

„Nei það var í raun ekki ákveðið fyrr en að ég var kominn með smá nóg af því að leggja mig 110% fram á æfingum og fá frekar lítið af sénsum, þá tók ég þá ákvörðun með umboðsmanninum mínum að mig langaði að fara á lán og þá helst til Íslands."

„Ég hafði hlutverk innan liðsins sem mér fannst kannski ekki alveg nægilega stórt og fannst ég þurfa komast í lið þar sem að líkurnar eru meiri á að ég geti spilað 90 mínútur reglulega."


Kominn í risaklúbb
Af hverju varð FH fyrir valinu? Hvað var það sem heillaði Daníel?

„FH er risa klúbbur á íslandi ef ekki sá stærsti, allavegana finnst mér FH vera með langbestu aðstöðuna á Íslandi og frábæra umgjörð í kringum allt."

„FH er með mjög góða leikmenn og fannst mér leikstíllinn sem liðið spilar henta mér vel. Ég þekki vel nokkra leikmenn í liðinu og þeir höfðu ekkert nema jákvætt að segja um liðið og klúbbinn."


Kom til greina að fara 'heim' í KA?

„Að sjálfsögðu kom KA til greina, ég held að það viti það flestir að ég er mikill KA maður þó svo í sumar haldi ég með FH. En eins og alltaf þarf maður að skoða það sem er best fyrir sig bæði innan og sérstaklega utan vallar."

Hausinn var 100% hjá KA
Það voru fréttir um vorið 2019 að félög hefðu áhuga á Daníel. Hann hafði komið inn í KA liðið 2017 og verið í stóru hlutverki árið 2018. Var hugurinn hjá í gegnum undirbúningstímabilið eða kitlaði að taka næsta skref?

„Í rauninni man ég það ekki alveg, en ég var búinn að hugsa það eftir tímabil 2018 að fara út en það var alls ekkert stress á því hjá mér því ég var ánægður hjá KA."

„Ég myndi samt segja að fókusinn hafi alltaf verið 100% á KA, það er alltaf best að vera í núinu þó svo það sé gott að hafa draumana bakvið eyrað."


Valur skoðaði að fá Daníel
Í fréttum um vorið 2019 var sagt frá því að Valur hefði áhuga á því að fá Daníel til liðs við sig. Var Daníel einhvertímann nálægt því að fara í Val?

„Það var eitthvað í gangi með Val en ég bara hreinlega veit ekki nægilega vel hvað það var eða hversu langt það var komið. Þess vegna get ég ekki sagt að ég hafi einhverntíman verið nálægt því að fara í Val. En ég veit það að það voru einhverjar þreyfingar en ekkert meira en það."

Skemmtilegt tilboð frá Danmörku
Í fyrra var talað um að KA hefði samþykkt tilboð í maí en Daníel yfirgefur KA um mitt sumar. Voru viðræður við eitthvað annað félag komnar langt áður en Helsingborg kom til sögunnar?

„Já ég fékk svolitið skemmtilegt tilboð frá litlu félagi í Danmörku sem var með stór markmið og ég ákvað að fara skoða það. Ég skoðaði það vel en fannst það bara ekki alveg nægilega spennandi á þessum tíma."

„Bæði fannst mér þetta kannski ekki alveg nægilega faglegt umhverfi og síðan hafði ég mínar persónulegu ástæður. Mig langaði ekki að flytja í burtu frá Akureyri á þessum tíma og leið vel þar í þeim aðstæðum sem þar voru innan sem utan vallar."


Þurti að breyta um umhverfi
Daníel fór til Helsingborgar um mitt sumar. Kom til greina að klára tímabilið fyrir norðan eða fann hann að þetta var rétti tíminn til að taka næsta skref?

„Nei í rauninni kom það ekki til greina, á þessum tveimur mánuðum hafði mikið gerst hjá mér."

„Mér fannst ég virkilega þurfa að breyta um umhverfi og Helsingborg er risa klúbbur og það var stórt dæmi að þeir vildu kaupa mig, ég var bara virkilega klár í það,"
sagði Daníel að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner