Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. mars 2020 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sammála um að klára tímabilið fyrir luktum dyrum
Mynd: Getty Images
Independent greinir frá því að ensk úrvalsdeildarfélög séu flest sammála um að best sé að ljúka úrvalsdeildartímabilinu sem fyrst þó það þurfi að gera bakvið luktar dyr.

Það er lífsnauðsynlegt fyri nokkur félög að missa ekki hluta af sjónvarpstekjum sínum fyrir tímabilið. Þá mun enska úrvalsdeildin sjálf spara sér hundruðir milljóna punda með því að klára leiktíðina.

Stjórnendur félagsliða í efstu deild og neðri deildum enska boltans hafa fundað saman síðustu daga og hallast meirihlutinn að sömu niðurstöðu: Klára tímabilið sem fyrst bakvið luktar dyr.

Mikil hræðsla ríkir í kringum kórónuveiruna en leikmönnum er byrjað að leiðast og vilja þeir ólmir byrja að spila aftur. Verið er að vinna í hugmyndum til að einangra heilu leikmannahópana ef leyfi fæst til að hefja úrvalsdeildina á nýjan leik bakvið luktar dyr.

Yfirvöld á Englandi vilja koma fótboltanum í gang sem fyrst. Það væri mjög skýrt batamerki í baráttunni gegn veirunni og myndi bæta líðan fólks sem er skorðað við heimili sín.
Athugasemdir
banner
banner
banner