Þetta féll því miður ekki með okkur Íslendingum í gær. En við reynum að hressa okkur aðeins við með því að byrja þennan dag á slúðurpakkanum. Hér er það helsta:
Erling Haaland (23), sóknarmaður Manchester City, er skotmark fyrir Barcelona sumarið 2025 en Deco, yfirmaður fótboltamála hjá Börsungum, fundaði með Rafaela Pimenta, umboðsmanni Haaland, í síðasta mánuði. (Mundo Deportivo)
Ivan Toney (28), sóknarmaður Brentford og enska landsliðsins, gæti verið möguleiki fyrir Manchester United í sumar. (Fabrizio Romano)
Man Utd er með augastað á Joao Gomes (23), miðjumanni Wolves, og lítur á hann sem mögulegan arftaka fyrir Casemiro á miðjunni. (Sport)
Arsenal er að íhuga að reyna við Ousmane Diomande (20), varnarmann Sporting Lissabon, eftir að hann stóð upp úr þegar félagið fylgdist með liðsfélaga hans, sóknarmanninum Viktor Gyökeres (25). (Sun)
Man Utd mun fá inn allt starfsteymi enska landsliðsins ef tekin verður ákvörðun um að ráða Gareth Southgate, núverandi landsliðsþjálfara Englands. (Sun)
Man Utd vill ræða við Gary O'Neil, núverandi stjóra Wolves, um nýtt starf innan félagsins. (ESPN)
Hinn sigursæli Jose Mourinho segist vera tilbúinn að snúa aftur í fótboltann í sumar eftir að hafa verið nýverið rekinn frá Roma. (Fabrizio Romano)
Bayern München er tilbúið að gera Ronald Araujo (25), miðvörð Barcelona, að dýrasta varnarmanni sögunnar. (Marca)
Liverpool og Bayern hafa bæði áhuga á Roberto De Zerbi, stjóra Brighton, ef þau missa af Xabi Alonso. (Bild)
Faðir Luis Diaz (27), kantmanns Liverpool, segir ekki útilokað að sonur sinn muni spila einn daginn á Spáni. (Cadena SER)
Wolves leiðir kapphlaupið um Che Adams (27), sóknarmann Southampton, sem verður samningslaus í sumar. (Telegraph)
Ajax í Hollandi er að íhuga að reyna við Tim Iroegbunam (20), miðjumann Aston Villa. (Football Insider)
Sturm Graz vill kaupa framherjann Mika Biereth (21) frá Arsenal þar sem hann hefur staðið sig vel á láni hjá félaginu. (Evening Standard)
Arsenal er opið fyrir því að selja bakvörðinn Nuno Tavarez (24) í sumar og hefur ítalska félagið Lazio áhuga. (Football London)
Chelsea mun hlusta á tilboð í Conor Gallagher (24), Trevoh Chalobah (24) og Armando Broja (22) í sumar þar sem félagið er að reyna að forðast það að brjóta fjárhagsreglur. (Football Insider)
Brighton er að fylgjast með Philip Otele (24), nígerískum kantmanni sem spilar fyrir Cluj í Rúmeníu. (Evening Standard)
Spænska stórveldið Real Madrid sendi njósnara til Argentínu til að fylgjast með miðjumanninum Franco Mastantuono (16) hjá River Plate. (90min)
Athugasemdir