Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem stýrir í dag Haugesund, segir að það hafi ekki verið skemmtileg lífsreynsla þegar hann mætti syni sínum, Orra Steini, í forkeppni Meistaradeildarinnar síðasta sumar.
Óskar stýrði þá Breiðabliki á meðan Orri var leikmaður FC Kaupmannahafnar í Danmörku. Orri skoraði þrennu í seinni leiknum og hjálpaði FCK að komast áfram.
Óskar stýrði þá Breiðabliki á meðan Orri var leikmaður FC Kaupmannahafnar í Danmörku. Orri skoraði þrennu í seinni leiknum og hjálpaði FCK að komast áfram.
Óskar viðurkennir í samtali við Nettavisen að hann vonist til að mæta syni sínum aldrei aftur á fótboltavellinum.
„Ég myndi ekki óska versta óvini mínum þess að standa á hliðarlínunni og vona það að barninu sínu gangi ekki vel. Það var óþægileg tilfinning," segir Óskar Hrafn.
„Hann er búinn að koma sér upp í aðalliðið hjá FCK og er að standa sig vel en þetta er óþægileg tilfinning sem ég vona að ég þurfi ekki að upplifa aftur."
Athugasemdir