Víkingur vann FH í síðasta æfingaleik undirbúningstímabilsins en Íslands- og bikarmeistararnir unnu 3-2 sigur í Víkinni.
Erlingur Agnarsson kom Víkingum yfir snemma leiks áður en Helgi Guðjónsson tvöfaldaði forystuna með marki úr aukaspyrnu.
Í síðari hálfleiknum gerði Nikolaj Hansen þriðja markið eftir mistök Sindra Kristins Ólafssonar í markinu. Ástbjörn Þórðarson, leikmaður FH, fékk að líta rauða spjaldið, en samt sem áður fékk maður að koma inn í hans stað.
Guðjón Pétur Lýðsson, sem hefur æft með FH-ingum undanfarið, minnkaði muninn með skoti úr teignum áður en Gyrðir Hrafn Guðbrandsson setti annað mark FH tveimur mínútum síðar.
Hægt er að sjá allt það helsta úr leiknum hér fyrir neðan.
Athugasemdir