Kamerúnski markvörðurinn Andre Onana mun hafna tilboðum frá Sádi-Arabíu til að halda áfram sem aðalmarkvörður Manchester United.
Onana hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu en United hefur verið í miklu basli á þessu tímabili.
Onana hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu en United hefur verið í miklu basli á þessu tímabili.
Rúben Amorim er að taka til hjá United en samkvæmt Mirror er hann ekki að skoða breytingar á markvarðarstöðunni þar sem hann telur meiri þörf á að styrkja aðrar stöður.
Ef það kemur risatilboð frá Sádi-Arabíu í sumar gæti United hinsvegar skoðað það að selja Onana. Sjálfur vill þessi 28 ára markvörður vera áfram hjá United og mun bara fara ef félagið tilkynnir honum að það vilji losa hann.
Onana kom til United frá Inter fyrir 43,8 milljónir punda sumarið 2023 en hann á þrjú ár eftir af samningi sínum.
United gæti gert breytingar á markvarðateymi sínu í sumar en framtíð varamarkvarðarins Altay Bayindir er í óvissu og þá er búist við því að Tom Heaton, þriðji markvörður, fari eftir tímabilið.
Athugasemdir