Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 27. apríl 2021 18:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kroenke ætlar ekki að selja Arsenal
Mynd: EPA
Stan Kroenke, eigandi Arsenal, hefur sent út yfirlýsingu þess efnis að hann sé algjörlega skuldbundinn því sem hann ætli sér að gera með Arsenal. Kroenke Sports Entertainment, félag í eigu Stan, er skráð sem eigandi félagsins.

Kroenke ætlar sér ekki að selja neitt af sínum hlut í félaginu en eigandi Spotify hafði áhuga á því að kaupa félagið. Kroenke segir að ekkert tilboð hafi borist í félagið.

Það er ekki mikil ánægja með Kroenke eftir Ofurdeildar bíóið í síðustu viku. Kroenke var einn af sex eigendum enskra félaga sem vildi fara með félagið sitt í Ofurdeildina.

Stuðningsmenn þeirra félaga mótmæltu þeim áformum harðlega og urðu mótmælin og umræðan í kjölfar áformanna til þess að hætt var við þau, í bili hið minnsta.
Athugasemdir
banner
banner
banner