Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 27. apríl 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Milan neitar samkomulagi við markvörð Lille
Mike Maignan er ekki á leið til Milan
Mike Maignan er ekki á leið til Milan
Mynd: EPA
Ítalska félagið AC Milan neitar því í viðtali við Sky Sport Italia að Mike Maignan, markvörður Lille, sé á leið til félagsins í sumar.

Maignan er 25 ára gamall Frakki og hefur hann staðið á milli stanganna hjá Lille síðustu sex árin.

Hann er einn besti markvörður deildarinnar og hefur verið orðaður við öflug lið í Evrópu en franskir og ítalskir miðlar greindu frá því á dögunum að Milan væri búið að ná samkomulagi við markvörðinn um ganga til liðs við félagið í sumar.

Ricky Massara, framkvæmdastjóri Milan, harðneitar þessu hins vegar og segir að félagið sé ekki á eftir öðrum markverði.

„Milan er að fylgjast vel með markaðnum og við erum að skoða menn í allar stöður en við höfum þó engin áform um að fá annan markvörð eins og staðan er núna," sagði Massara.

„Við erum að einbeita okkur að því að ná samkomulagi við Donnarumma og við erum mjög bjartsýnir á að það gerist," sagði hann í lokin.

Samningur Gianluigi Donnarumma við Milan rennur út í sumar og halda ítölsku blöðin því fram að hann sé á leið til Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner