Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   þri 27. apríl 2021 12:30
Elvar Geir Magnússon
Sara fær nýjan þjálfara - Fyrsta konan sem stýrir Lyon
Kvenaboltinn
Bompastor í landsleik með Frakklandi 2011.
Bompastor í landsleik með Frakklandi 2011.
Mynd: EPA
Kvennalið Lyon hefur ráðið nýjan þjálfara, Sonia Bompastor er tekin við liðinu og er hún fyrsta konan til að verða þjálfari félagsins.

Bompastor er fyrrum fyrirliði franska landsliðsins og er 40 ára gömul. Hún tekur við af Jean-Luc Vasseur sem var rekinn.

Lyon hefur unnið Meistaradeild kvenna fimm síðustu ár en tapaði í undanúrslitum gegn Paris St-Germain. PSG er með eins stigs forystu á Lyon á toppi frönsku deildarinnar en bæði lið eiga fimm leiki eftir.

Lyon hefur unnið titilinn síðustu fjórtán ár.

Landsliðsfyrirliði Íslands, Sara Björk Gunnarsdóttir, er leikmaður Lyon en hún er barnshafandi og verður á Íslandi næstu mánuði.
Athugasemdir
banner