
Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari KR í Bestu-deild kvenna sagði fátt hafa verið gott í leik sinna kvenna í kvöld og margt sem hægt er að bæta.
„ Fátt gott, erfitt í dag, við erum að gera of mikið af mistökum. Við erum að tapa of mörgum boltum inn á miðjunni, ekki nægilega góð pressa varnarlega og erum að verjast illa bæði úti í bakvörðum og fyrir miðjum velli, við erum í rauninni að gera Keflavík þetta allt of auðvelt fyrir."
Lestu um leikinn: KR 0 - 4 Keflavík
Jóhannesi fannst sitt lið byrja leikinn vel en eftir að þær fengu á sig fyrsta markið hafi leikmenn KR hreinlega minnkað.
„Við byrjum leikinn ágætlega, jafnræði með liðunum svo þegar við fáum á okkur 1-0 markið þá í staðinn fyrir að stíga upp og sækja jöfnunarmarkið þá kemur eitthvað stress eða hreinlega leikmenn minnkuðu aðeins á vellinum og við fáum í rauninni 2-0 bara strax í andlitið og eftir það var þetta erfitt. Keflavík er sterkt lið, góðar í að verjast, spila mikið af löngum boltum sem er erfitt að díla við og við kannski vorum svolítið sjálfum okkur vestar, það er erfitt í svona leik að vera tapa mikið af boltum á hættulegum svæðum og gefa þeim sénsinn á að "breaka" á okkur. Þær eru sterkar einn á einn sóknarlega og við í rauninni höndluðum það bara ekki."
Viðtalið við Jóhannes má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.