
Landsliðskonan Guðrún Arnardóttir varð fyrir því óláni að skora í eigið net í 2-2 jafntefli Rosengård gegn Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Guðrún er í hóp með bestu varnarmönnum sænsku úrvalsdeildarinnar og verið síðan hún kom til félagsins frá Djurgården.
Það hefur verið smá ryð í liði Rosengård í byrjun tímabilsins, alla vega miðað við hvernig síðasta tímabil þróaðist en þá vann liðið alla leiki nema einn er það varð sænskur meistari.
Í dag komst Rosengård í forystu á 24. mínútu enn heimakonur í Djurgården jöfnuðu þremur mínútum síðar. Aftur tók Rosengård forystuna á 34. mínútu en Djurgården náði að svara er Guðrún setti boltann í eigið net.
Það er samt fremur erfitt að skrifa þetta á Guðrúnu. Hún átti sendingu til baka á Önnu Koivunen í markinu en missti boltann undir fótinn og í netið. Sendingin var ekki það föst heldur og eiginlega með ólíkindum að boltinn hafi farið í netið.
Fleiri urðu mörkin ekki og er Rosengård í 4. sæti með 10 stig eftir fimm leiki, þremur stigum frá toppnum.
Hlín Eiríksdóttir kom inn af bekknum hjá Leicester sem tapaði fyrir Manchester City, 1-0, í WSL-deildinni á Englandi. Leicester er í næst neðsta sæti með 16 stig þegar tveir leikir eru eftir.
Marie Jóhannsdóttir var þá í byrjunarliði Molde sem vann Åsane, 3-1 í norsku B-deildinni. Molde er í 3. sæti með 10 stig eftir fimm leiki.
Athugasemdir