Onana orðaður við Sádí-Arabíu - Wharton til Liverpool - Barcelona búið að finna eftirmann Lewandowski
   sun 27. apríl 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild kvenna í dag - Chelsea og Arsenal þurfa kraftaverk
Kvenaboltinn
Mynd: EPA
Ensku stórveldin Chelsea og Arsenal mæta til leiks í undanúrslitum Meistaradeildar kvenna í dag en eru í slæmri stöðu eftir tap í fyrri leikjunum.

Chelsea á heimaleik gegn besta félagsliði heims í kvennaflokki, Barcelona, og byrjar þremur mörkum undir eftir tap þegar liðin mættust á Spáni.

Barcelona leiðir einvígið 4-1 og þurfa þær bláklæddu að rúlla yfir ógnarsterkt lið Barca til að eiga möguleika á að komast í úrslitin.

Þar munu Börsungar líklegast mæta Lyon, sem tókst að sigra fyrri leikinn sinn gegn Arsenal í London.

Lyon sigraði 1-2 og er því með forystu fyrir heimaleikinn í dag.

Undanúrslit:
13:00 Chelsea - Barcelona
16:00 Lyon - Arsenal
Athugasemdir
banner