Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 27. maí 2020 19:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kvennaliði Arsenal refsað fyrir að reka einhverfan þjálfara
Kvennalið Arsenal er eitt það sterkasta á Englandi.
Kvennalið Arsenal er eitt það sterkasta á Englandi.
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur sektað kvennalið Arsenal um 50 þúsund pund (rúmar 8,4 milljónir íslenskar krónur) eftir að félagið rak einhverfan þjálfara árið 2014.

Það var metið þannig að brottreksturinn hefði brotið gegn reglum knattspyrnusambandsins.

Arsenal hefur neitað því að brottreksturinn á Robin Carpenter, sem þjálfaði U15 lið félagsins, hafi verið vegna þess að hann er einhverfur. Aganefnd komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að svo hefði verið.

Carpenter fór með brottreksturinn fyrir dóm árið 2015 og þá greiddi Arsenal honum 17,200 pund (2,9 milljónir íslenskar krónur). Arsenal sagðist ekki hafa verið að viðurkenna sekt með því, heldur hefði félagið gert það af „viðskiptalegum ástæðum".

Þrír starfsmenn Arsenal hafa verið skipaðir að gangast undir námskeið í tengslum við mismunun.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner