Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 27. maí 2020 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Vil ekki hafa einhvern já-mann við hliðina á mér"
Bjarni Guðjónsson og Rúnar Kristinsson.
Bjarni Guðjónsson og Rúnar Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, kveðst mjög ánægður með það að hafa Bjarna Guðjónsson sem aðstoðarþjálfara sinn.

Bjarni var lengi vel fyrirliði KR sem leikmaður og var hann aðalþjálfari hjá bæði Fram og KR eftir að leikmannaferlinum lauk. Hann hefur hins vegar verið aðstoðarþjálfari síðustu ár, bæði hjá Víkingi R. og KR. Rúnar segist njóta góðs af því að vinna með Bjarna.

„Það er drifkraftur í Bjarna, hann er ótrúlega duglegur og vinnusamur. Hann gerir alltaf hlutina strax og tekur frumkvæði líka að mörgu, ýtir í mig og vekur mig til lífsins," sagði Rúnar í samtali við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

„Hann er ofboðslega sterkur karakter og frábær aðstoðarmaður. Hann stjórnar mikið á æfingum hjá okkur og fær mikið hlutverk. Hann tekur sér líka stundum hlutverk og ég er ánægður með það því ég vil ekki hafa einhvern já-mann við hliðina á mér. Við ræðum málin opinskátt sem er hollt og gott; um uppstillingu á liðinu, um leikmenn sem við viljum fá til félagsins og hvernig við eigum að spila."

„Ég vil alveg fá að heyra það ef honum mislíkar eitthvað í minni hugsun eða uppstillingu á liðinu."

Rúnar segir að Bjarni hafi alla hæfileika til þess til að vera aðalþjálfari aftur í framtíðinni.

„Bjarni hefur prófað að vera aðalþjálfari. Svo þegar hann var hættur í Fram og KR, þá fer hann að aðstoða Víking og hann vildi endilega koma og vera með mér í KR þegar við ræddum það. Það er hans hlutskipti í dag, en ef Bjarni hefur draum um að vera aðalþjálfari seinna þá mun hann láta þig vita af því þegar hann vill gera það. Hann hefur alla hæfileika til þess og er kominn með fleiri ár undir beltið, bæði sem aðalþjálfari og sem aðstoðarþjálfari hjá mér," sagði Rúnar.

Íslandsmeistarar KR töpuðu í kvöld í æfingaleik gegn Stjörnunni, 3-0.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner