Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 27. maí 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vilja loka forsprakka Football Leaks inni í 25 ár
Rui Pinto gæti þurft að sitja í fangelsi ansi lengi vegna brota sinna.
Rui Pinto gæti þurft að sitja í fangelsi ansi lengi vegna brota sinna.
Mynd: Spiegel
Rafael Buschmann starfar enn fyrir Der Spiegel og hefur gefið út tvær bækur um Football Leaks.
Rafael Buschmann starfar enn fyrir Der Spiegel og hefur gefið út tvær bækur um Football Leaks.
Mynd: Rafael Buschmann, taz, google
Rui Pinto, forsprakki Football Leaks vefsíðunnar sem lak ýmsum upplýsingum úr knattspyrnuheiminum til almennings, gæti átt yfir höfði sér 25 ára fangelsisvist vegna gjörða sinna.

Pinto var handtekinn í Ungverjalandi og framseldur til Portúgal síðasta haust og bíður nú réttarhalda.

Pinto segist hafa sett upp Football Leaks vefsíðuna til að opinbera myrka hlið knattspyrnuheimsins. Til þess að öðlast upplýsingarnar sem hann birti á síðunni þurfti hann, ásamt hjálparmönnum sínum, að 'hakka sig' eða brjótast inn á ýmsar síður og vefpóstsreikninga.

Pinto er meðal annars kærður fyrir tilraun til fjárkúgunar, brot á persónuverndarlögum og ýmis tölvubrot.

Afar skiptar skoðanir eru á Pinto innan knattspyrnuheimsins. Hann og félagar hans í Football Leaks uppljóstruðu ýmsum stórum málum sem alvarlegar afleiðingar urðu af.

FC Twente fékk til dæmis þriggja ára bann frá Evrópukeppnum og 250 þúsund evru sekt vegna gagna Football Leaks. Þá var rannsókn á meintri nauðgun af hálfu Cristiano Ronaldo opnuð á ný vegna gagna Football Leaks.

Pinto starfaði við síðuna meðan hann stundaði skiptinám í Ungverjalandi. Það var þar sem hann kynntist Rafael Buschmann, fréttamanni þýska miðilsins Der Spiegel. Pinto sá um að afla upplýsingum á meðan Buschmann vann úr þeim og skrifaði fréttir.

Meistaradeildarbann Manchester City er meðal afleiðinga gagna aflaðra af Football Leaks.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner