Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. maí 2022 16:30
Elvar Geir Magnússon
Gavi og Barcelona ákveðin í að ná samkomulagi
Gavi vill vera áfram hjá Barcelona.
Gavi vill vera áfram hjá Barcelona.
Mynd: Getty Images
Viðræður Barcelona við Gavi um nýjan samning halda áfram og báðir aðilar stefna að því að samkomulag náist í næstu viku. Planaður er fundur með forráðamönnum Barcelona og umboðsmanns Gavi, Ivan de la Pena.

Gavi er sautján ára og braust inn í aðallið Barcelona í upphafi tímabilsins og vann sér inn sæti í spænska landsliðinu.

Gavi er með gríðarlega mikla hæfileika en núgildandi samningur hans er til 2023. Hann er með 50 milljóna evra riftunarákvæði sem hefur gert önnur stórlið í Evrópu mjög áhugasöm.

Joan Laporta, forseti Barcelona, lýsti yfir pirringi yfir því hvernig viðræður um nýjan samning höfðu gengið en báðir aðilar eru tilbúnir að leggja þau ummæli til hliðar og ná samkomulagi.
Athugasemdir
banner