Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 27. maí 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vill hafa eins stóran hóp og hann getur - „Neikvæð orka er ekki í boði"
,,Ekki verið nógu mikið 'spönk' í okkur á síðasta þrjiðjungi''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Hallsson, þjálfari ÍR, var spurður út í leikmannahóp sinn eftir sigur á Grindavík í Mjólkurbikarnum á þriðjudag. Rætt hefur verið um það í Ástríðunni að ÍR sé með stóran hóp.

ÍR vann leikinn gegn Grindavík og ræddi Sverrir Örn Einarsson við Arnar.

„Það eru margir góðir knattspyrnumenn hjá okkur og við erum með mjög öflugt lið og góða liðsheild. Það sést í því að við gerum svolítið af breytingum í dag og það koma menn inn og þeir standa sig. Það verður að halda þannig áfram. Við verðum að halda þannig áfram, að virða samherjann, s.s. að sá sem fær kallið hverju sinni fái traust í það að klára verkefnið og stuðning frá félögum sínum. Þessi hópur er orðinn svolítið þéttur um slíkt hugarfar og það er mikilvægt," sagði Arnar.

ÍR er með fjögur stig eftir þrjá leiki í 2. deild. „Við erum búnir að spila þrjá leiki og öll tölfræði hefur verið með okkur í öllum þessum leikjum. Það hefur ekki verið, eins og ég kalla það, nógu mikið 'spönk' í okkur á síðasta þrjiðjungi. Við höfum átt að skora meira úr þeim stöðum sem við höfum verið að fá. Við verðum að takast á við hana."

Ertu ósammála þeim sem segja að hópurinn sé einfaldlega of stór?

„Þjálfari vill alltaf hafa eins marga góða leikmenn og hann getur," sagði Arnar og brosti. „Við ræddum þetta innan hópsins, ræddum að menn gætu ekki verið óánægðir með sitt hlutverk. Við fórum yfir þetta á fundum í vetur, einstaklingsfundum og liðsfundum. Menn vissu sitt hlutverk og þá dugar ekkert að skæla undan því. Menn verða að sætta sig við hlutverkið og gera sitt besta til að breyta og gera liðinu gagn. Neikvæð orka er ekki í boði og sem betur fer er hópurinn þannig samstilltur og einhuga um að ná árangri. Þess vegna sætta menn sig við það að setja sjálfan sig til hliðar á leikdegi ef þeir eru ekki valdir og gera tilkall í næsta leik á eftir en ekki eitra andrúmsloftið með neikvæðni," sagði Arnar.

Nýjasta þáttinn af Ástríðunni má nálgast hér að neðan sem og viðtalið við Arnar. Næsti leikur ÍR er gegn Magna á laugardag.
Arnar Halls: Gott Lengjudeildarlið er það sem ég þrái
Ástríðan - 3. umferð - Magnaður Kristófer og ekki tala við okkur um virðingu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner