Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 27. maí 2023 10:20
Aksentije Milisic
Leao verður með 170 milljóna evra klásúlu í samningi sínum
Mynd: EPA

Samkvæmt Gazzettunni á Ítalíu þá verður Rafael Leao, leikmaður AC Milan, með klásúlu upp á 170 milljónir evra í nýja samningi sínum við félagið.


Leao var valinn besti leikmaður Serie A deildarinnar á síðustu leiktíð þegar AC Milan hampaði þeim stóra. Hann hefur mikið verið orðaður burt frá félaginu en það bárust tíðindi á dögunum að hann væri búinn að samþykkja nýjan samning við félagið.

Samningurinn mun gilda til ársins 2028 en AC Milan á enn eftir að gefa út tilkynningu varðandi þetta. Gazzettan skrifar að Portúgalinn verði með klásúlu í samningi sínum sem hljómar upp á 170 milljónir evra og mun hún einungis gilda í júlí mánuði. Kappinn er með klásúlu upp á 150 milljónir evra í núverandi samningi.

Þessi 23 ára gamli leikmaður fær væna launahækkun en hann fær núna 1,5 milljónir evra fyrir hvert tímabil. Sú tala mun hækka upp í 7 milljónir evra og verður hann launahæsti leikmaður liðsins.


Athugasemdir
banner