Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 27. júní 2020 18:01
Sverrir Örn Einarsson
Deano: Vel gert Njarðvík
Dean Martin þjálfari Selfoss
Dean Martin þjálfari Selfoss
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss þurfti að lúta í gras gegn Njarðvík á Jáverk-vellinum á Selfossi i dag en leikur liðanna endaði 1-2 fyrir gestina úr Njarðvík. Eftir erfiða byrjun náðu heimamenn forystu með marki frá Horvje Tokic en áður en yfir lauk höfðu Atli Freyr Ottesen og Kenneth Hogg snúið stöðunni og sent stigin þrjú suðVIurstrandarveginn til Njarðvíkur.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  2 Njarðvík

„Ég er mjög svekktur að tapa á heimavelli fyrst og fremst en vel gert Njarðvík þeir unnu leikinn en við vorum alls ekki góðir í dag.“
Sagði Dean Martin þjálfari Selfoss um sín fyrstu viðbrögð eftir leikinn.

Leikurinn var kaflaskiptu en eftir erfiða byrjun náðu heimamenn vopnum sínum og komust yfir eftir um hálftíma leik. Þrátt fyrir ágætiskafla af og til tókst þeim ekki að bæta við.

„VIð vorum bara ekki góðir í dag frá fyrstu mínútu. Við verðum bara að segja satt og við verðum að skoða okkur sjálfa og ekki kenna neinum öðrum um. En okkar stærsta vandamál í dag vorum við sjálfir.“

Selfoss lék bikarleik gegn Fjölni á miðvikudaginn var en fannst Deano sá leikur sitja í þeim mönnum sem hann spiluðu?

„Nei það eru bara afsökun. Við vorum bara ekki góðir í dag .Menn ekki að senda frá a til b og vera þreyttir en ég nota það ekki sem afsökun. Við töpuðum því við spiluðum ekki vel.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir