Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mán 27. júní 2022 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal og Saliba hugsa um nýjan samning

Fabrizio Romano greinir frá því að sambandið á milli Arsenal og franska varnarmannsins William Saliba sé afar gott um þessar mundir.


Hinn 21 árs gamli Saliba átti afburða gott tímabil að láni hjá Marseille á síðustu leiktíð og ætlar Mikel Arteta að nota miðvörðinn í haust.

Orðrómur hefur verið á kreiki sem segir Saliba vera á leið til Marseille á öðrum lánssamningi en það er ekkert til í honum. Það mun ekkert tæla Saliba frá Arsenal nema risatilboð.

Báðir aðilar eru sagðir áhugasamir um  að hefja viðræður um nýjan samning þar sem sá núverandi gildir til 2024.


Athugasemdir
banner