Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mán 27. júní 2022 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Fernandinho kominn heim eftir sautján ár í Evrópu (Staðfest)

Brasilíska félagið Atletico Paranaense er búið að staðfesta komu Fernandinho á frjálsri sölu frá Manchester City.


Fernandinho ætlar að ljúka ferlinum í heimalandinu eftir að hafa verið hjá Man City í níu ár og spilað rétt tæpa 400 keppnisleiki fyrir félagið.

Fernandinho er 37 ára gamall og skrifar undir tveggja ára samning við Atletico PR sem er uppeldisfélagið hans.

Miðjumaðurinn öflugi spilaði fyrir Atletico PR í þrjú ár áður en hann var fenginn yfir til Shakhtar Donetsk sumarið 2005. Fernandinho er því kominn heim eftir sautján ára fjarveru.


Athugasemdir
banner