Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 27. júní 2022 21:14
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Sigurður Hrannar skaut Gróttu upp í 2. sæti
Lengjudeildin
Mynd: Raggi Óla

Grótta 1 - 0 Þróttur V.
1-0 Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('45)


Lestu um leikinn: Grótta 1 -  0 Þróttur V.

Grótta tók á móti Þrótti Vogum í eina leik kvöldsins í Lengjudeild karla og tók forystuna rétt fyrir leikhlé.

Seltirningar voru betri í fyrri hálfleik og skoraði Sigurður Hrannar Þorsteinsson eftir að boltinn datt fyrir hann innan vítateigs.

Síðari hálfleikurinn var tíðindalítill og sköpuðu gestirnir úr Vogunum sér ekki mikið af færum. Þeir komust nokkrum sinnum í álitlegar stöður og fengu sitt besta færi á 80. mínútu þegar þeir náðu að lyfta boltanum yfir Jón Ívan Rivine, markvörð Gróttu, en Arnar Þór Helgason fyrirliði bjargaði með góðum skalla.

Niðurstaðan er 1-0 sigur Gróttu sem fer upp í 2. sæti deildarinnar og er þar einu stigi eftir toppliði Selfoss.

Þróttur Vogum er áfram á botni Lengjudeildarinnar með tvö stig eftir sjö umferðir.


Athugasemdir
banner