Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mán 27. júní 2022 23:04
Kjartan Leifur Sigurðsson
Magnús Már: Mér fannst tilefni til að dæma vítaspyrnu
Magnús Már
Magnús Már
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frammistaðan var góð og mér fannst við gera nóg til þess að fara áfram en svona er fótboltinn þetta er pirrandi. í fyrri hálfleik eigum við að komast yfir og það hefði breytt gangi þessa leiks en svona er boltinn. Tvö góð lið að mætast og þetta féll þeirra meginn í dag en strákarnir lögðu allt í þessar 120 mínutur og ég er stoltur af þeim. Frammistaðan var góð og við tökum það með okkur í næstu leiki." Segir Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir svekkjandi tap gegn Kórdrengjum í Mjólkurbikarnum.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  1 Afturelding

Færanýting Aftureldingar var ekki upp á marga fiska í dag og fékk liðið mörg færi í lok fyrri hálfleiks sérstaklega.

„Við fengum færin þá en við fáum líka færi í seinni hálfleik og jöfnum og fengum líka færi í framlengingunni en svona er boltinn. Við áttum flotta spilkafla. Fyrri markið þeirra kemur beint úr fyrirgjöf. Þetta er stundum skrýtinn leikur. Kórdrengir spiluðu vel og fengu líka færi. Þetta var ekta bikarleikur sem var 50/50 leikur og í dag vorum við röngu megin við borðið."

Í lok leiks vildu sumir Mosfellingar fá vítaspyrnu eftir klafs í teignum. Dómari leiksins dæmdi hinsvegar í hina áttina.

„Mér fannst skrýtið að hann dæmdi aukaspyrnu á okkur þar. Það var mikil hrúga í teignum og kannski sá hann eitthvað en ég sá brot á þá og fannst klárlega tilefni til að flauta vítaspyrnu þar. Þetta gerist á seinustu sekúndu leiksins og þetta hefði verið stór dómur hefði hann flautað og kannski spilaði það inn í þetta,"

Afturelding hefur unnið seinustu tvo deildarleiki og hafa nú smá andrými í fallbaráttunni.

„Við erum að horfa á að safna sem flestum stigum og erum ekki að horfa mikið í töfluna. Við vitum hvað við getum þegar við spilum vel og við höfum gert í seinustu tveimur leikjum og líka í dag og við vitum hvað í okkur býr. Núna er trú og sjálfstraust í hópnum. Við viljum meira og erum svekktir í kvöld en á morgun er nýr dagur og þá undirbúum við okkur undir leik gegn Fylki á Föstudaginn"

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.

Athugasemdir
banner