Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   mán 27. júní 2022 23:04
Kjartan Leifur Sigurðsson
Magnús Már: Mér fannst tilefni til að dæma vítaspyrnu
Magnús Már
Magnús Már
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frammistaðan var góð og mér fannst við gera nóg til þess að fara áfram en svona er fótboltinn þetta er pirrandi. í fyrri hálfleik eigum við að komast yfir og það hefði breytt gangi þessa leiks en svona er boltinn. Tvö góð lið að mætast og þetta féll þeirra meginn í dag en strákarnir lögðu allt í þessar 120 mínutur og ég er stoltur af þeim. Frammistaðan var góð og við tökum það með okkur í næstu leiki." Segir Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir svekkjandi tap gegn Kórdrengjum í Mjólkurbikarnum.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  1 Afturelding

Færanýting Aftureldingar var ekki upp á marga fiska í dag og fékk liðið mörg færi í lok fyrri hálfleiks sérstaklega.

„Við fengum færin þá en við fáum líka færi í seinni hálfleik og jöfnum og fengum líka færi í framlengingunni en svona er boltinn. Við áttum flotta spilkafla. Fyrri markið þeirra kemur beint úr fyrirgjöf. Þetta er stundum skrýtinn leikur. Kórdrengir spiluðu vel og fengu líka færi. Þetta var ekta bikarleikur sem var 50/50 leikur og í dag vorum við röngu megin við borðið."

Í lok leiks vildu sumir Mosfellingar fá vítaspyrnu eftir klafs í teignum. Dómari leiksins dæmdi hinsvegar í hina áttina.

„Mér fannst skrýtið að hann dæmdi aukaspyrnu á okkur þar. Það var mikil hrúga í teignum og kannski sá hann eitthvað en ég sá brot á þá og fannst klárlega tilefni til að flauta vítaspyrnu þar. Þetta gerist á seinustu sekúndu leiksins og þetta hefði verið stór dómur hefði hann flautað og kannski spilaði það inn í þetta,"

Afturelding hefur unnið seinustu tvo deildarleiki og hafa nú smá andrými í fallbaráttunni.

„Við erum að horfa á að safna sem flestum stigum og erum ekki að horfa mikið í töfluna. Við vitum hvað við getum þegar við spilum vel og við höfum gert í seinustu tveimur leikjum og líka í dag og við vitum hvað í okkur býr. Núna er trú og sjálfstraust í hópnum. Við viljum meira og erum svekktir í kvöld en á morgun er nýr dagur og þá undirbúum við okkur undir leik gegn Fylki á Föstudaginn"

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.

Athugasemdir
banner