Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mán 27. júní 2022 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Tottenham að undirbúa tilboð í Hincapie

Þýski miðillinn Kicker greinir frá því að Tottenham er að undirbúa tilboð í ekvadorska bakvörðinn Piero Hincapie sem þykir gríðarlega mikið efni enda aðeins 20 ára gamall.


Hincapie er fjölhæfur varnarmaður sem hefur verið einn af betri leikmönnum Leverkusen á tímabilinu auk þess að vera byrjunarliðsmaður í landsliði Ekvador.

Ungstirnið spilaði 33 leiki á síðasta tímabili og langflesta í vinstri bakverði en með landsliðinu spilar hann sem miðvörður.

Hincapie er afar snöggur og sterkur og segir Kicker að tilboð Tottenham muni hljóða upp á 40 milljónir evra.

Hincapie verður valinn besti ungi leikmaður Evrópu, eða 'Golden Boy', hjá ítalska miðlinum Tuttosport. 


Athugasemdir
banner