mið 27. júlí 2022 20:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
EM kvenna: Fyrirliðinn afgreiddi Frakka og sendi Þjóðverja í úrslit
Alexandra Popp fagnar hér öðru marka sinna í kvöld
Alexandra Popp fagnar hér öðru marka sinna í kvöld
Mynd: EPA
Germany W 2 - 1 France W
1-0 Alexandra Popp ('40 )
2-0 Merle Frohms ('45 , sjálfsmark)
3-0 Alexandra Popp ('76 )

Þjóðverjar og Frakkar mættust í kvöld í undanúrslitum EM kvenna á Englandi. Liðin kepptust um að mæta heimakonum í úrslitaleiknum.

Fyrri hálfleikurinn byrjaði ansi rólega, liðin vel skipulögð og lítið um opin færi. Það var hins vegar undir lok fyrri hálfleiks sem Alexandra Popp fyrirliði Þýskalands kom liðinu yfir eftir sendingu frá Svenja Huth.

Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks náðu Frakkar að jafna Kadidiatou Diani átti þá gott skot fyrir utan teig sem hafnaði í stönginni og hrökk af bakinu á Merle Frohms í marki Þjóðverja og í netið.

Popp og Huth voru hins vegar ekki búnar að segja sitt síðasta. Þjóðverjar komust aftur yfir þegar stundarfjórðungur var eftir þegar Huth átti glæsilega fyrirgjöf beint á kollinn á Popp og í netið.

2-1 sigur Þýskalands staðreynd og liðið mætir heimakonum í úrslitum á sunnudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner