Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. júlí 2022 21:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: HK og Fylkir að stinga af á toppnum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK 2 - 1 Grótta
0-1 Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('12 )
1-1 Ásgeir Marteinsson ('35 )
2-1 Stefán Ingi Sigurðarson ('60 )

Lestu um leikinn

HK fékk Gróttu í heimsókn í 14. umferð Lengjudeildarinnar í kvöld. HK hefði með sigri endurheimt toppsætið en Grótta freistaðist þess að komast í 3. sætið og verða þá fimm stigum á eftir Fylki og þremur á eftir HK.

Grótta byrjaði leikinn betur og það skilaði sér með marki strax á 12. mínútu. Gabríel Hrannar Eyjólfsson fékk boltann aleinn inn á teignum og skoraði með góðu skoti.

Ásgeir Marteinsson jafnaði metin fyrir HK tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks með stórkostlegu skoti fyrir utan vitateiginn.

Stefán Ingi Sigurðarson tryggði HK stigin þrjú með sínu níunda marki í deildinni og sendi HK aftur á topp deildarinnar. HK er með 31 stig, Fylkir 30 og svo kemur bil niður í Fjölni sem er með 23 stig í þriðja sætinu. HK og Fylkir eru að stinga af í baráttunni um sæti í Bestu deildinni.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner