Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   lau 27. ágúst 2022 19:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ási viðurkennir vonbrigði: Við töldum okkur vera með stormsenter þar
Ásmundur Arnarsson.
Ásmundur Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er auðvitað svekktur með niðurstöðu leiksins," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-1 tap gegn Val í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld.

„Við áttum frábæran fyrri hálfleik þar sem við sýndum úr hverju við erum að gerðar - við skildum allt eftir á vellinum og komum okkur í góða stöðu."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Valur

„Við vorum klárlega betri aðilinn í fyrri hálfleik en því miður náðum við ekki að fylgja því eftir. Valskonur komu grimmari inn í seinni hálfleik og náðu tökum á leiknum. Þær refsuðu okkur grimmt," sagði Ási.

Er hann með ástæðu fyrir því af hverju krafturinn virtist fara úr hans liði í seinni hálfleik?

„Það eru sjálfsagt nokkrar ástæður sem hægt er að fara yfir. Hluti af leikmönnum eru að koma úr meiðslum og hafa ekki verið að spila heila leiki mikið undanfarið. Kannski er það ein skýring. Við lendum líka í því að einn okkar mikilvægasti leikmaður sem gefur okkur mikinn kraft er komin með krampa þegar líða fer á hálfleikinn (Karitas Tómasdóttir). Það hjálpaði ekki."

Það vekur athygli að sóknarmaðurinn Melina Ayers er allan tímann á bekknum. Hún hefur verið að spila nokkuð með 2. flokki upp á síðkastið þar sem hún hefur valdið vonbrigðum með sinni frammistöðu.

„Já, hún hefur ekki náð að finna taktinn með liðinu - því miður. Við töldum okkur vera með stormsenter þar sem átti að skila miklu, en það hefur ekki gengið eftir."

Blikar eiga enn möguleika á titlinum í deildinni. Ási var spurður út í framhaldið í viðtalinu sem má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner