Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   lau 27. ágúst 2022 19:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ási viðurkennir vonbrigði: Við töldum okkur vera með stormsenter þar
Ásmundur Arnarsson.
Ásmundur Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er auðvitað svekktur með niðurstöðu leiksins," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-1 tap gegn Val í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld.

„Við áttum frábæran fyrri hálfleik þar sem við sýndum úr hverju við erum að gerðar - við skildum allt eftir á vellinum og komum okkur í góða stöðu."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Valur

„Við vorum klárlega betri aðilinn í fyrri hálfleik en því miður náðum við ekki að fylgja því eftir. Valskonur komu grimmari inn í seinni hálfleik og náðu tökum á leiknum. Þær refsuðu okkur grimmt," sagði Ási.

Er hann með ástæðu fyrir því af hverju krafturinn virtist fara úr hans liði í seinni hálfleik?

„Það eru sjálfsagt nokkrar ástæður sem hægt er að fara yfir. Hluti af leikmönnum eru að koma úr meiðslum og hafa ekki verið að spila heila leiki mikið undanfarið. Kannski er það ein skýring. Við lendum líka í því að einn okkar mikilvægasti leikmaður sem gefur okkur mikinn kraft er komin með krampa þegar líða fer á hálfleikinn (Karitas Tómasdóttir). Það hjálpaði ekki."

Það vekur athygli að sóknarmaðurinn Melina Ayers er allan tímann á bekknum. Hún hefur verið að spila nokkuð með 2. flokki upp á síðkastið þar sem hún hefur valdið vonbrigðum með sinni frammistöðu.

„Já, hún hefur ekki náð að finna taktinn með liðinu - því miður. Við töldum okkur vera með stormsenter þar sem átti að skila miklu, en það hefur ekki gengið eftir."

Blikar eiga enn möguleika á titlinum í deildinni. Ási var spurður út í framhaldið í viðtalinu sem má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner