Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   lau 27. ágúst 2022 19:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ási viðurkennir vonbrigði: Við töldum okkur vera með stormsenter þar
Ásmundur Arnarsson.
Ásmundur Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er auðvitað svekktur með niðurstöðu leiksins," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-1 tap gegn Val í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld.

„Við áttum frábæran fyrri hálfleik þar sem við sýndum úr hverju við erum að gerðar - við skildum allt eftir á vellinum og komum okkur í góða stöðu."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Valur

„Við vorum klárlega betri aðilinn í fyrri hálfleik en því miður náðum við ekki að fylgja því eftir. Valskonur komu grimmari inn í seinni hálfleik og náðu tökum á leiknum. Þær refsuðu okkur grimmt," sagði Ási.

Er hann með ástæðu fyrir því af hverju krafturinn virtist fara úr hans liði í seinni hálfleik?

„Það eru sjálfsagt nokkrar ástæður sem hægt er að fara yfir. Hluti af leikmönnum eru að koma úr meiðslum og hafa ekki verið að spila heila leiki mikið undanfarið. Kannski er það ein skýring. Við lendum líka í því að einn okkar mikilvægasti leikmaður sem gefur okkur mikinn kraft er komin með krampa þegar líða fer á hálfleikinn (Karitas Tómasdóttir). Það hjálpaði ekki."

Það vekur athygli að sóknarmaðurinn Melina Ayers er allan tímann á bekknum. Hún hefur verið að spila nokkuð með 2. flokki upp á síðkastið þar sem hún hefur valdið vonbrigðum með sinni frammistöðu.

„Já, hún hefur ekki náð að finna taktinn með liðinu - því miður. Við töldum okkur vera með stormsenter þar sem átti að skila miklu, en það hefur ekki gengið eftir."

Blikar eiga enn möguleika á titlinum í deildinni. Ási var spurður út í framhaldið í viðtalinu sem má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner