Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 27. ágúst 2022 19:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ási viðurkennir vonbrigði: Við töldum okkur vera með stormsenter þar
Ásmundur Arnarsson.
Ásmundur Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er auðvitað svekktur með niðurstöðu leiksins," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-1 tap gegn Val í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld.

„Við áttum frábæran fyrri hálfleik þar sem við sýndum úr hverju við erum að gerðar - við skildum allt eftir á vellinum og komum okkur í góða stöðu."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Valur

„Við vorum klárlega betri aðilinn í fyrri hálfleik en því miður náðum við ekki að fylgja því eftir. Valskonur komu grimmari inn í seinni hálfleik og náðu tökum á leiknum. Þær refsuðu okkur grimmt," sagði Ási.

Er hann með ástæðu fyrir því af hverju krafturinn virtist fara úr hans liði í seinni hálfleik?

„Það eru sjálfsagt nokkrar ástæður sem hægt er að fara yfir. Hluti af leikmönnum eru að koma úr meiðslum og hafa ekki verið að spila heila leiki mikið undanfarið. Kannski er það ein skýring. Við lendum líka í því að einn okkar mikilvægasti leikmaður sem gefur okkur mikinn kraft er komin með krampa þegar líða fer á hálfleikinn (Karitas Tómasdóttir). Það hjálpaði ekki."

Það vekur athygli að sóknarmaðurinn Melina Ayers er allan tímann á bekknum. Hún hefur verið að spila nokkuð með 2. flokki upp á síðkastið þar sem hún hefur valdið vonbrigðum með sinni frammistöðu.

„Já, hún hefur ekki náð að finna taktinn með liðinu - því miður. Við töldum okkur vera með stormsenter þar sem átti að skila miklu, en það hefur ekki gengið eftir."

Blikar eiga enn möguleika á titlinum í deildinni. Ási var spurður út í framhaldið í viðtalinu sem má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner