Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   lau 27. ágúst 2022 19:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ási viðurkennir vonbrigði: Við töldum okkur vera með stormsenter þar
Ásmundur Arnarsson.
Ásmundur Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er auðvitað svekktur með niðurstöðu leiksins," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-1 tap gegn Val í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld.

„Við áttum frábæran fyrri hálfleik þar sem við sýndum úr hverju við erum að gerðar - við skildum allt eftir á vellinum og komum okkur í góða stöðu."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Valur

„Við vorum klárlega betri aðilinn í fyrri hálfleik en því miður náðum við ekki að fylgja því eftir. Valskonur komu grimmari inn í seinni hálfleik og náðu tökum á leiknum. Þær refsuðu okkur grimmt," sagði Ási.

Er hann með ástæðu fyrir því af hverju krafturinn virtist fara úr hans liði í seinni hálfleik?

„Það eru sjálfsagt nokkrar ástæður sem hægt er að fara yfir. Hluti af leikmönnum eru að koma úr meiðslum og hafa ekki verið að spila heila leiki mikið undanfarið. Kannski er það ein skýring. Við lendum líka í því að einn okkar mikilvægasti leikmaður sem gefur okkur mikinn kraft er komin með krampa þegar líða fer á hálfleikinn (Karitas Tómasdóttir). Það hjálpaði ekki."

Það vekur athygli að sóknarmaðurinn Melina Ayers er allan tímann á bekknum. Hún hefur verið að spila nokkuð með 2. flokki upp á síðkastið þar sem hún hefur valdið vonbrigðum með sinni frammistöðu.

„Já, hún hefur ekki náð að finna taktinn með liðinu - því miður. Við töldum okkur vera með stormsenter þar sem átti að skila miklu, en það hefur ekki gengið eftir."

Blikar eiga enn möguleika á titlinum í deildinni. Ási var spurður út í framhaldið í viðtalinu sem má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner