Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
Orri Hrafn: Hausinn var á KR frá fyrsta augnabliki
Magnús Már: Við höfum lent í því áður að vera komnir fyrir neðan strik
Óskar Hrafn: Það er nú ekki ennþá orðið ljóst hversu mikið sannleikskorn var í því
Sigurður Bjartur: Heimir kveikti í mannskapnum með því að fá rautt spjald
Lárus Orri: Heimir er að kveikja í pleisinu
Kjartan Henry: Þeir sem þekkja mig vita að ég fíla svona hluti
Voru að reyna læra af Arnari - „Stundum þarf maður að suffera og mér fannst við gera það"
Jökull um dómgæsluna í kvöld - „Víkingar fá að kalla dómara svindlara og að það sé herferð gegn félaginu"
Víkingur fékk neitun frá KSÍ um frestun - „Mér finnst skrítið að KSÍ geti ekki stutt aðeins betur við félögin"
Orri Sigurður um fyrri hálfleikinn: Jaðarsólin er erfið
Túfa: Þegar þú hleypur maraþon þá gefuru í undir lokin
Dóri Árna: Yfirburðirnir stjarnfræðilegir þar til á 70. mínútu
Hallgrímur Jónasson: Eins og menn væru í krummaskóm
Þorlákur: Hélt að þetta væri að sigla í jafntefli
Rúnar: Fram heilt yfir miklu betra fótboltalið
Davíð Smári: Hver einasti leikur spilast nánast eins og úrslitaleikur í bikar
Alli Jói: Seinni hálfleikurinn stórskemmtilegur
Venni: Jöfnunarmarkið gjörsamlega kolólöglegt
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
   sun 27. ágúst 2023 22:16
Stefán Marteinn Ólafsson
„Ákváðum að mæta bara seint og geta verið aðeins lengur heima með fjölskyldunum"
Andri Rafn Yeoman leikmaður Breiðabliks
Andri Rafn Yeoman leikmaður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslandsmeistarar Breiðabliks heimsóttu Íslandsmeistaraefnin í Víkingi á heimavelli hamingjunnar í Víkinni í kvöld. 

Þessi leikur þótti forvitnislegur fyrir þær sakir að Breiðablik reyndu alveg fram að upphafsflauti að fá leiknum frestað.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 Breiðablik

„Skrítinn leikur. Margt jákvætt en við gerum bara of mikil mistök, of mikill einbeitningarskortur á lykilmómentum og þeir eru bara gott lið og refsuðu okkur." Sagði Andri Rafn Yeoman leikmaður Breiðabliks og fyrirliði liðsins í kvöld eftir leikinn.

Eins og áður hefur komið fram var undirbúningurinn fyrir þennan leik heldur skrítinn þar sem Breiðablik reyndu án árangurs að fá leiknum frestað.

„Ég heyrði aldrei neitt annað en að það væri bara leikur þannig að það truflaði okkur rosalega lítið en auðvitað er undirbúningur kannski ekki beint ideal þegar þú ert að ferðast heim í langt ferðalag tveim dögum fyrir leik og allt það en ég meina það er bara þannig að ef það gengur vel og þú kemst langt í keppnum og það eru fullt af leikjum og auðvitað erfitt en fyrst og fremst gaman og frábært fyrir aðra menn að fá tækifæri og fá margar mínútur og mikil reynsla sem mun bara nýtast liðinu og mörgum leikmönnum til framtíðar."

Breiðablik mættu seinna í leikinn heldur en venjan er en þeir mættu ekki fyrr en um 40 mínútum fyrir leik en Andri Rafn Yeoman vildi þó ekki meina að þetta hefðu verið nein djúp skilaboð.

„Ég frétti það þá allavega ekki ef það voru einhver djúp skilaboð í þessu. Við vorum bara að reyna hvíla okkur sem mest, við fengum lítinn tíma til að hvíla okkur þannig við ákváðum að mæta bara seint og geta verið aðeins lengur heima með fjölskyldunum og njóta þess."

„Ég skal viðurkenna það að það fór ekki mikil einbeiting eða athygli frá okkur leikmönnum í þetta en kannski svolítið óvanalegt að lið mæti ekki fyrr í leik en þetta."

Nánar er rætt við Andra Rafn Yeoman í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner