Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 27. ágúst 2023 22:16
Stefán Marteinn Ólafsson
„Ákváðum að mæta bara seint og geta verið aðeins lengur heima með fjölskyldunum"
Andri Rafn Yeoman leikmaður Breiðabliks
Andri Rafn Yeoman leikmaður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslandsmeistarar Breiðabliks heimsóttu Íslandsmeistaraefnin í Víkingi á heimavelli hamingjunnar í Víkinni í kvöld. 

Þessi leikur þótti forvitnislegur fyrir þær sakir að Breiðablik reyndu alveg fram að upphafsflauti að fá leiknum frestað.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 Breiðablik

„Skrítinn leikur. Margt jákvætt en við gerum bara of mikil mistök, of mikill einbeitningarskortur á lykilmómentum og þeir eru bara gott lið og refsuðu okkur." Sagði Andri Rafn Yeoman leikmaður Breiðabliks og fyrirliði liðsins í kvöld eftir leikinn.

Eins og áður hefur komið fram var undirbúningurinn fyrir þennan leik heldur skrítinn þar sem Breiðablik reyndu án árangurs að fá leiknum frestað.

„Ég heyrði aldrei neitt annað en að það væri bara leikur þannig að það truflaði okkur rosalega lítið en auðvitað er undirbúningur kannski ekki beint ideal þegar þú ert að ferðast heim í langt ferðalag tveim dögum fyrir leik og allt það en ég meina það er bara þannig að ef það gengur vel og þú kemst langt í keppnum og það eru fullt af leikjum og auðvitað erfitt en fyrst og fremst gaman og frábært fyrir aðra menn að fá tækifæri og fá margar mínútur og mikil reynsla sem mun bara nýtast liðinu og mörgum leikmönnum til framtíðar."

Breiðablik mættu seinna í leikinn heldur en venjan er en þeir mættu ekki fyrr en um 40 mínútum fyrir leik en Andri Rafn Yeoman vildi þó ekki meina að þetta hefðu verið nein djúp skilaboð.

„Ég frétti það þá allavega ekki ef það voru einhver djúp skilaboð í þessu. Við vorum bara að reyna hvíla okkur sem mest, við fengum lítinn tíma til að hvíla okkur þannig við ákváðum að mæta bara seint og geta verið aðeins lengur heima með fjölskyldunum og njóta þess."

„Ég skal viðurkenna það að það fór ekki mikil einbeiting eða athygli frá okkur leikmönnum í þetta en kannski svolítið óvanalegt að lið mæti ekki fyrr í leik en þetta."

Nánar er rætt við Andra Rafn Yeoman í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir