Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   sun 27. ágúst 2023 22:16
Stefán Marteinn Ólafsson
„Ákváðum að mæta bara seint og geta verið aðeins lengur heima með fjölskyldunum"
Andri Rafn Yeoman leikmaður Breiðabliks
Andri Rafn Yeoman leikmaður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslandsmeistarar Breiðabliks heimsóttu Íslandsmeistaraefnin í Víkingi á heimavelli hamingjunnar í Víkinni í kvöld. 

Þessi leikur þótti forvitnislegur fyrir þær sakir að Breiðablik reyndu alveg fram að upphafsflauti að fá leiknum frestað.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 Breiðablik

„Skrítinn leikur. Margt jákvætt en við gerum bara of mikil mistök, of mikill einbeitningarskortur á lykilmómentum og þeir eru bara gott lið og refsuðu okkur." Sagði Andri Rafn Yeoman leikmaður Breiðabliks og fyrirliði liðsins í kvöld eftir leikinn.

Eins og áður hefur komið fram var undirbúningurinn fyrir þennan leik heldur skrítinn þar sem Breiðablik reyndu án árangurs að fá leiknum frestað.

„Ég heyrði aldrei neitt annað en að það væri bara leikur þannig að það truflaði okkur rosalega lítið en auðvitað er undirbúningur kannski ekki beint ideal þegar þú ert að ferðast heim í langt ferðalag tveim dögum fyrir leik og allt það en ég meina það er bara þannig að ef það gengur vel og þú kemst langt í keppnum og það eru fullt af leikjum og auðvitað erfitt en fyrst og fremst gaman og frábært fyrir aðra menn að fá tækifæri og fá margar mínútur og mikil reynsla sem mun bara nýtast liðinu og mörgum leikmönnum til framtíðar."

Breiðablik mættu seinna í leikinn heldur en venjan er en þeir mættu ekki fyrr en um 40 mínútum fyrir leik en Andri Rafn Yeoman vildi þó ekki meina að þetta hefðu verið nein djúp skilaboð.

„Ég frétti það þá allavega ekki ef það voru einhver djúp skilaboð í þessu. Við vorum bara að reyna hvíla okkur sem mest, við fengum lítinn tíma til að hvíla okkur þannig við ákváðum að mæta bara seint og geta verið aðeins lengur heima með fjölskyldunum og njóta þess."

„Ég skal viðurkenna það að það fór ekki mikil einbeiting eða athygli frá okkur leikmönnum í þetta en kannski svolítið óvanalegt að lið mæti ekki fyrr í leik en þetta."

Nánar er rætt við Andra Rafn Yeoman í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner