Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
banner
   sun 27. ágúst 2023 22:16
Stefán Marteinn Ólafsson
„Ákváðum að mæta bara seint og geta verið aðeins lengur heima með fjölskyldunum"
Andri Rafn Yeoman leikmaður Breiðabliks
Andri Rafn Yeoman leikmaður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslandsmeistarar Breiðabliks heimsóttu Íslandsmeistaraefnin í Víkingi á heimavelli hamingjunnar í Víkinni í kvöld. 

Þessi leikur þótti forvitnislegur fyrir þær sakir að Breiðablik reyndu alveg fram að upphafsflauti að fá leiknum frestað.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 Breiðablik

„Skrítinn leikur. Margt jákvætt en við gerum bara of mikil mistök, of mikill einbeitningarskortur á lykilmómentum og þeir eru bara gott lið og refsuðu okkur." Sagði Andri Rafn Yeoman leikmaður Breiðabliks og fyrirliði liðsins í kvöld eftir leikinn.

Eins og áður hefur komið fram var undirbúningurinn fyrir þennan leik heldur skrítinn þar sem Breiðablik reyndu án árangurs að fá leiknum frestað.

„Ég heyrði aldrei neitt annað en að það væri bara leikur þannig að það truflaði okkur rosalega lítið en auðvitað er undirbúningur kannski ekki beint ideal þegar þú ert að ferðast heim í langt ferðalag tveim dögum fyrir leik og allt það en ég meina það er bara þannig að ef það gengur vel og þú kemst langt í keppnum og það eru fullt af leikjum og auðvitað erfitt en fyrst og fremst gaman og frábært fyrir aðra menn að fá tækifæri og fá margar mínútur og mikil reynsla sem mun bara nýtast liðinu og mörgum leikmönnum til framtíðar."

Breiðablik mættu seinna í leikinn heldur en venjan er en þeir mættu ekki fyrr en um 40 mínútum fyrir leik en Andri Rafn Yeoman vildi þó ekki meina að þetta hefðu verið nein djúp skilaboð.

„Ég frétti það þá allavega ekki ef það voru einhver djúp skilaboð í þessu. Við vorum bara að reyna hvíla okkur sem mest, við fengum lítinn tíma til að hvíla okkur þannig við ákváðum að mæta bara seint og geta verið aðeins lengur heima með fjölskyldunum og njóta þess."

„Ég skal viðurkenna það að það fór ekki mikil einbeiting eða athygli frá okkur leikmönnum í þetta en kannski svolítið óvanalegt að lið mæti ekki fyrr í leik en þetta."

Nánar er rætt við Andra Rafn Yeoman í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner