Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
   sun 27. ágúst 2023 22:16
Stefán Marteinn Ólafsson
„Ákváðum að mæta bara seint og geta verið aðeins lengur heima með fjölskyldunum"
Andri Rafn Yeoman leikmaður Breiðabliks
Andri Rafn Yeoman leikmaður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslandsmeistarar Breiðabliks heimsóttu Íslandsmeistaraefnin í Víkingi á heimavelli hamingjunnar í Víkinni í kvöld. 

Þessi leikur þótti forvitnislegur fyrir þær sakir að Breiðablik reyndu alveg fram að upphafsflauti að fá leiknum frestað.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 Breiðablik

„Skrítinn leikur. Margt jákvætt en við gerum bara of mikil mistök, of mikill einbeitningarskortur á lykilmómentum og þeir eru bara gott lið og refsuðu okkur." Sagði Andri Rafn Yeoman leikmaður Breiðabliks og fyrirliði liðsins í kvöld eftir leikinn.

Eins og áður hefur komið fram var undirbúningurinn fyrir þennan leik heldur skrítinn þar sem Breiðablik reyndu án árangurs að fá leiknum frestað.

„Ég heyrði aldrei neitt annað en að það væri bara leikur þannig að það truflaði okkur rosalega lítið en auðvitað er undirbúningur kannski ekki beint ideal þegar þú ert að ferðast heim í langt ferðalag tveim dögum fyrir leik og allt það en ég meina það er bara þannig að ef það gengur vel og þú kemst langt í keppnum og það eru fullt af leikjum og auðvitað erfitt en fyrst og fremst gaman og frábært fyrir aðra menn að fá tækifæri og fá margar mínútur og mikil reynsla sem mun bara nýtast liðinu og mörgum leikmönnum til framtíðar."

Breiðablik mættu seinna í leikinn heldur en venjan er en þeir mættu ekki fyrr en um 40 mínútum fyrir leik en Andri Rafn Yeoman vildi þó ekki meina að þetta hefðu verið nein djúp skilaboð.

„Ég frétti það þá allavega ekki ef það voru einhver djúp skilaboð í þessu. Við vorum bara að reyna hvíla okkur sem mest, við fengum lítinn tíma til að hvíla okkur þannig við ákváðum að mæta bara seint og geta verið aðeins lengur heima með fjölskyldunum og njóta þess."

„Ég skal viðurkenna það að það fór ekki mikil einbeiting eða athygli frá okkur leikmönnum í þetta en kannski svolítið óvanalegt að lið mæti ekki fyrr í leik en þetta."

Nánar er rætt við Andra Rafn Yeoman í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner