Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 27. september 2020 19:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Keflavík komið upp í efstu deild (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík mun leika í efstu deild á næstu leiktíð. Það var ljóst þegar Tindastóll vann Hauka fyrr í dag í toppbaráttuslag í Lengjudeild kvenna.

Keflavík er með 36 stig í 2. sæti deildarinnar og Haukar eru með 29 stig. Keflavík á þrjá leiki eftir og Haukar tvo. Liðin eiga eftir að mætast innbyrðis.

Tindastóll fór með sigrinum langleiðina með að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en þarf þrjú stig til að gulltryggja efsta sætið.

Tindastóll var þegar öruggt með sæti í efstu deild að ári og er á leið í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni. Keflavík mætir aftur eftir eins árs fjarveru.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner