Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
   sun 27. september 2020 22:20
Stefán Marteinn Ólafsson
Rúnar Páll: Frammistaðan var nokkuð þolanleg
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar.
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Stjörnumenn heimsóttu HK þegar Pepsi Max deild karla hélt áfram göngu sinni í kvöld. Stjörnumenn höfðu fyrir þennan leik tapað síðustu tveim leikjum sínum og leitaðist eftir að komast aftur á sigurbraut gegn HK í Kórnum í kvöld.

„Ég er ánægður með þessi 3 stig og ánægður með fyrri hálfleikinn í þessum leik, vorum sterkir og héldum vel í bolta og skoruðum tvö flott mörk." Sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Störnunnar eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 2 -  3 Stjarnan

„HK-ingar koma þvílíkt öflugir inn í seinni hálfleikinn og tóku svolítið yfir leikinn og við vorum í stökustu vandræðum með þá þrátt fyrir það að þeir sköpuðu sér ekkert mörg færi, bara enginn færi en fengu horn og skoruðu úr þeim." 

Stjörnumenn höfðu eins og áður kom fram tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni og því var ekki við öðru að búast en sigurinn væri sætur.
„Þetta var mikilvægt fyrir okkur og okkar sjálfstraust og að fá þrjú stig er gríðarlega sætt og frammistaðan var svona nokkuð þolanleg, sérstaklega í fyrri hálfleik en við höfðum ekki átt góða leiki fram að þessum." 

Stjörnumenn hafa verið gagnrýndir upp á síðkastið fyrir leiðinlegan stíl en Rúnar Páll gefur ekkert fyrir þá umræðu.
„Nei, ég hef ekkert hlustað á það, við vitum það sjálfir að við höfum spilað illa og þurfum ekki að hlusta á einhverja aðra til að hlusta á það."

Alex Þór hefur vakið áhuga erlendis frá en Rúnar Páll gat ekkert staðfest neitt varðandi það.
„Nei ég get ekkert staðfest, ég veit bara ekkert um málið." 

*Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner