Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
   sun 27. september 2020 22:20
Stefán Marteinn Ólafsson
Rúnar Páll: Frammistaðan var nokkuð þolanleg
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar.
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Stjörnumenn heimsóttu HK þegar Pepsi Max deild karla hélt áfram göngu sinni í kvöld. Stjörnumenn höfðu fyrir þennan leik tapað síðustu tveim leikjum sínum og leitaðist eftir að komast aftur á sigurbraut gegn HK í Kórnum í kvöld.

„Ég er ánægður með þessi 3 stig og ánægður með fyrri hálfleikinn í þessum leik, vorum sterkir og héldum vel í bolta og skoruðum tvö flott mörk." Sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Störnunnar eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 2 -  3 Stjarnan

„HK-ingar koma þvílíkt öflugir inn í seinni hálfleikinn og tóku svolítið yfir leikinn og við vorum í stökustu vandræðum með þá þrátt fyrir það að þeir sköpuðu sér ekkert mörg færi, bara enginn færi en fengu horn og skoruðu úr þeim." 

Stjörnumenn höfðu eins og áður kom fram tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni og því var ekki við öðru að búast en sigurinn væri sætur.
„Þetta var mikilvægt fyrir okkur og okkar sjálfstraust og að fá þrjú stig er gríðarlega sætt og frammistaðan var svona nokkuð þolanleg, sérstaklega í fyrri hálfleik en við höfðum ekki átt góða leiki fram að þessum." 

Stjörnumenn hafa verið gagnrýndir upp á síðkastið fyrir leiðinlegan stíl en Rúnar Páll gefur ekkert fyrir þá umræðu.
„Nei, ég hef ekkert hlustað á það, við vitum það sjálfir að við höfum spilað illa og þurfum ekki að hlusta á einhverja aðra til að hlusta á það."

Alex Þór hefur vakið áhuga erlendis frá en Rúnar Páll gat ekkert staðfest neitt varðandi það.
„Nei ég get ekkert staðfest, ég veit bara ekkert um málið." 

*Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner