Búið er að opinbera byrjunarlið Íslands gegn Albaníu í síðasta leik liðsins í Þjóðadeildinni í kvöld.
Þó Ísland eigi ekki lengur möguleika á að vinna riðilinn þá er leikurinn ekki alveg tilgangslaus eins og lesa má um hérna.
Þó Ísland eigi ekki lengur möguleika á að vinna riðilinn þá er leikurinn ekki alveg tilgangslaus eins og lesa má um hérna.
Arnar Þór Viðarsson gerir tvær breytingar á liðinu frá vináttulandsleiknum gegn Venesúela í síðustu viku. Ísak Bergmann Jóhannesson og Þórir Jóhann Helgason koma inn á miðjuna fyrir Hákon Arnar Haraldsson og Stefán Teit Þórðarson.
Arnór Sigurðsson meiddist gegn Venesúela en hann er klár í slaginn fyrir þennan leik.
Byrjunarlið Íslands:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
3. Davíð Kristján Ólafsson
4. Guðlaugur Victor Pálsson
6. Ísak Bergmann Jóhannesson
7. Jón Dagur Þorsteinsson
8. Birkir Bjarnason
10. Arnór Sigurðsson
11. Alfreð Finnbogason
17. Aron Einar Gunnarsson
20. Þórir Jóhann Helgason
23. Hörður Björgvin Magnússon

Athugasemdir