Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 27. september 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin í dag - Úrslitaleikir um alla Evrópu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er mikið um að vera í Þjóðadeildinni í dag þar sem tveir úrslitaleikir eru á dagskrá í A-deild og fjórir í B-deild.


Í A-deild keppast nágrannaþjóðirnar Portúgal og Spánn um toppsætið í riðli 2. Þar er Portúgal með tveggja stiga forystu fyrir úrslitaleikinn gegn Spáni sem fer fram í Braga, Portúgal.

Sigurvegarinn tryggir sér farmiða í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar á næsta ári, ásamt Ítalíu, Hollandi og Króatíu.

Þá er einnig úrslitaleikur um þriðja sætið þar sem Tékkland þarf sigur á erfiðum útivelli til að bjarga sér frá falli niður um deild. Tékkar heimsækja Svisslendinga sem fóru illa af stað eru komnir í góða stöðu eftir óvænta sigra gegn Portúgal og Spáni í síðustu umferðum.

Sviss er með sex stig og Tékkland fjögur og því þurfa Tékkar sigur til að bjarga sér.

Þá eru úrslitaleikir í B-deildinni þar sem Ísland á til að mynda leik við Albaníu en það er eina viðureignin sem er ekki úrslitaleikur. Noregur á úrslitaleik við Serbíu um toppsæti riðils 4 á meðan Úkraína tekur á móti Skotlandi í úrslitaleik riðils 1.

Norðmenn og Serbar eru jafnir á stigum en Skotar eiga tveggja stiga forskot á Úkraínu. Því þurfa stríðshrjáðir heimamenn, sem munu spila leikinn í Kraká, Póllandi, að sigra til að tryggja sig í úrslitakeppnina og upp um deild.

Svíar þurfa þá sigur á heimavelli gegn Slóveníu til að falla ekki niður í C-deild á meðan Írum nægir jafntefil gegn Armeníu.

Að lokum er komið að C-deildinni þar sem Grikkland er búið að tryggja sér toppsætið en Norður-Írland, Kósovó og Kýpur eru í fallbaráttu. 

A-deild:
18:45 Portúgal - Spánn
18:45 Sviss - Tékkland

B-deild:
18:45 Írland - Armenía
18:45 Úkraína - Skotland
18:45 Albanía - Ísland
18:45 Noregur - Serbía
18:45 Svíþjóð - Slóvenía

C-deild: 
18:45 Grikkland - Norður-Írland
18:45 Kósovó - Kýpur


Athugasemdir
banner
banner
banner